Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 6
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SAMFÉLAGSMÁL „Skólar vita ekki allt um heimilisaðstæður barna. Börn geta verið mjög dul á að- stæður sínar,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir að skólar standi sig betur nú í tilkynning- um til Barnaverndar en fyrir tíu árum. Þó hafi engin stökkbreyt- ing orðið á fjöldanum. Tilkynningar leikskóla til Barnaverndar eru almennt færri en grunnskóla. Halldóra segir að í sumum tilfellum líti leikskóla- starfsmenn jafnvel svo á að það sé ekki áhættunnar virði að til- kynna. Börn gætu hætt í leik- skólanum og þá sé eftirlitið farið. „Það er kannski þannig að það er hugsað hvað sé best fyrir barn- ið. Að það sé betra fyrir barnið að koma á hverjum degi og vera í öruggu skjóli í átta tíma á dag.“ Fleira spili þó inn í lakari tíðni tilkynninga frá leikskólum. „Við höfum reynt að handleiða skólana ákveðið varðandi tilkynninga- skylduna. Við höfum kannski ekki gert það nægjanlega vel gagnvart leikskólunum.“ Aðspurð hvort færri tilkynning- ar geti líka verið vegna þess að færra faglært starfsfólk starfar á leikskólunum segist Halldóra ekki vita hvort það spili inn í. Það sé eitthvað sem mætti skoða og greinar betur. „Það er meiri meðvitund um tilkynningaskylduna og hefur vaxið á undanförnum árum. En það hefur ekki orðið nein stökk- breyting. Það er hæg aukning,“ segir Halldóra. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur að almennt sé skólastarfsfólk með- vitað um skyldur sínar gagn- vart börnum og velferð þeirra. Þó komi fyrir að mál rati inn á borð Barnaverndar þar sem aug- ljóst sé að skólinn eða leikskól- inn hafi vanrækt að tilkynna um heimilisaðstæður. „Ég held samt að almennt sé fólk í kerfinu með- vitað. Tilkynningar til íslenskrar Barnaverndar eru miklu fleiri per íbúafjölda en þekkist í öðrum löndum. Það segir okkur að íslenskt samfélag er mjög vak- andi fyrir aðstæðum barna.“ Hann tekur í sama streng og Halldóra. Stundum viti skólinn einfaldlega ekki af því að eitthvað sé að. „Börn sem búa við þessar aðstæður eru oft eins og litlar hetjur. Þau eru ofboðslega dug- legir krakkar og þau bera ekkert sínar sorgir á torg.“ snaeros@frettabladid.is Skólar vita oft lítið um aðstæður barna Tilkynningar til Barnaverndar um aðbúnað barna stranda stundum á þeirri trú skóla og leikskóla að ekkert verði gert í málinu. Oftar tilkynnt til Barnaverndar hér á landi en í mörgum öðrum löndum. Börn oft þögul um slæmar heimilisaðstæður. LEIKSKÓLI Börn bera harm sinn oft í hljóði vegna trúnaðar við foreldra sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRAGI GUÐBRANDSSON Við höfum reynt að handleiða skólana ákveðið varðandi tilkynninga- skylduna. Við höfum kannski ekki gert það nægjanlega vel gagnvart leikskólunum. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur SAMFÉLAGSMÁL „Málið var ekki opið barnaverndarmál þegar þessir hörmulegu atburðir gerð- ust,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um Hagamelsmálið sem Fréttablað- ið fjallaði um á laugardag. Árið 2004 myrti móðir ellefu ára dótt- ur sína og slasaði son sinn lífs- hættulega. „Auðvitað leiddi það til þess að það var gerð úttekt á málinu og því hvort og hvaða ályktanir væri hægt að draga af því. Það hefur verið vinnuregla síðan að gera úttekt þegar voveifleg dauðsföll barna ber að garði,“ segir Bragi. Þegar málið kom upp var farið vandlega í saumana á því hvernig samskipti skólayfirvalda, lög- reglu, barnaverndar og heilbrigð- iskerfisins fóru fram. „Í kjölfar þessa máls lagði ég til að það yrði komið á viðbragðs- teymi vegna voveiflegra dauðs- falla barna að erlendri fyrir- mynd. Það var mat manna að lagabreytingu þyrfti til að skjóta stoðum undir slíka starfsemi. Barnaverndarstofa lagði þetta til við síðustu endurskoðun barna- verndarlaga en því miður náði það ekki fram að ganga.“ Bragi telur að barnaverndar- kerfið væri í fastari skorðum með slíku teymi. „Eitt af því sem við höfum alls ekki staðið okkur nægilega vel í er samhæfing aðgerða í kjölfar svona atburða. Það þarf að skerpa þessar línur og gera með öflugri hætti en við erum að gera í dag.“ - snæ Viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna var ekki komið á laggirnar þrátt fyrir vilja Braga: Hagamelsmorðið hreyfði við Barnavernd BARNAVERND Bragi vill teymi sem skoðar bráð dauðsföll. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VEISTU SVARIÐ? 1. Í hvaða landi hyggja íslensk tölvu- leikjafyrirtæki á landvinninga? 2. Til liðs við hvaða hollenska fót- boltalið gekk Albert Guðmundsson? 3. Fyrir hvað hanna Gréta Þorkels- dóttir og Helga Ólafsdóttir varning? SVÖR: 1. Indlandi. 2. PSV Eindhoven. 3. Druslu- gönguna. GRJÓNAGRAUTUR alveg mátulegur Nú einnig í litlum umbúðum– fullkominn skammtur fyrir einn TILBÚINN TIL NEYSLU H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -1 3 9 7 Siminn.is/spotify Á Spotify er úrval af íslenskri tónlist, sögum og ævintýrum sem stytta ferðalagið! HEFUR ALDREI EINS VEL! 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -5 A 0 C 1 7 5 3 -5 8 D 0 1 7 5 3 -5 7 9 4 1 7 5 3 -5 6 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.