Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Á STEINI Sigríður Rósa Kristíns- dóttir fer upp að Steini á Esjunni að minnsta kosti einu sinni í viku til að rækta líkamann en mest þó sálina. Áhuginn kviknaði hjá tveim-ur vinkonum sem langaði að verja meiri tíma saman. „Í fyrrasumar ákváðum við Þóra vinkona mín að við þyrftum að eiga fleiri stundir saman. Þar sem við erum báðar í vinnu og með lítil börn þá fannst okkur kjörið að nota tímann til að rækta fleira en vináttuna og hún stakk upp á því að við færum upp á Esju.“ Sigríður er alin upp á Eskifirði og hefur sterk tengsl við bæjar- fjallið þar, Hólmatind. „Ég hafði eitthvað gengið áður þótt það sé langt síðan og var sannfærð um að Esjan væri ekkert mál. Ég er alin upp með hinn fagra Hólma- tind í augsýn sem reyndist mér ansi erfiður þegar ég gekk á hann einhvern tíma en hann er líka miklu hærri en Esjan. Svo ég var kokhraust þegar við lögðum af stað í fyrstu gönguna. ENGIN HRAÐFERÐ Skemmst er frá því að segja að Esjan reyndist aðeins hærri og brattari en ég hafði gert mér í hugarlund þegar ég horfði á hana út um eldhúsgluggann minn. Við vorum ekki með göngustafi en í gönguskóm, fannst við ágætlega búnar og stoppuðum oft á leið- inni til að drekka vatn og kasta mæðinni.“ Þær komust upp að Steini á áttatíu mínútum í þessari fyrstu tilraun. „Maður skokkar þetta ekkert og ég varð ansi móð á leiðinni. En ég var ótrúlega ánægð þegar ég loksins náði upp að Steini og það var tilfinning sem mig langaði að fá aftur.“ VINKONUGANGA Þær vinkonurnar fóru nokkrum sinnum á Esjuna í fyrrasumar og settu sér það takmark að fara einu sinni í viku í sumar. „Og frá því snjóa leysti í byrjun júní höfum við haldið okkur við það.“ En hvað er það við Esjuna sem er svona skemmtilegt upp- gangs? Sigríður hefur mörg svör við þeirri spurningu. „Esjan er dásamleg náttúrperla hér í borginni. Það er gaman að labba hana, stutt að fara og einfalt að drífa sig.“ FINNUR FYRIR ESJUÞÖRF Mörgum þætti einu sinni í viku vera alveg nóg en Sigríður fer stundum tvisvar eða þrisvar og já, jafnvel ein. „Stundum þegar ég sit í sófanum og er að mygla ofan í magann á mér, finn ég fyrir Esjuþörf og dríf mig á fætur og af stað. Og það er alltaf dásamlegt, útiveran, kyrrðin og útsýnið, að ógleymdri tilfinningunni að koma upp að Steini og hafa enn einu sinni náð takmarkinu sínu.“ Henni finnst gaman að hafa félagsskap en líka fínt að fara ein. „Ég hlusta á andardráttinn í sjálfri mér sem er ekkert mikið spennandi og svo er ég að hlusta á kyrrðina og hugsa.“ Sigríður segist ekkert vera að spá í fleiri tinda. „Fólk er alltaf að segja mér að það séu fleiri fjöll til í heiminum en ég er ekki farin að hugsa um aðra tinda. Ég fór með fjölskylduna mína upp á Helgafell í Hafnarfirði um daginn en annars er ég Esjukona. Ég þarf ekkert fleiri fjöll og Esjan passar fyrir mig.“ ■ brynhildur@365.is ESJAN NÆGIR MÉR FJALLGANGA Sigríður Rósa Kristinsdóttir ræktar líkama og sál með því að ganga á Esjuna. Hún fer að lágmarki einu sinni í viku á fjallið. ESJAN Náttúruperla og útivistarparadís. Taco-krydd er afar gott í hina ýmsu rétti ættaða frá Mexíkó. Flestir kaupa kryddið tilbúið en það má vel búa það til sjálfur. Það er afar einfalt og geymist vel í lokaðri krukku. ÞAÐ SEM ÞARF: 2 msk. cumin 1 msk. kóríander 1 tsk. nýmalaður pipar 1 msk. salt 1 msk. ljós púðursykur 2 tsk. chili-flögur 2 msk. paprikuduft 1½ msk. óreganó 1 tsk. chili-pipar 1 msk. hvítlauksduft Blandið öllu vel saman og þá er komið taco-krydd. HEIMAGERT TACO-KRYDD TACO Vinsæll réttur hjá flestum. Hægt er að nota jafnt fisk sem kjöt í taco-rétti. #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER RÚNAR RÓBERTS ER Í LOFTINU ALLA VIRKA DAGA MILLI KL. 13:00 - 16:00 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -1 E C C 1 7 5 3 -1 D 9 0 1 7 5 3 -1 C 5 4 1 7 5 3 -1 B 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.