Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 34
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 Maður er að eltast við þessa mótaröð og maður fær ekki mörg tækifæri. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur Mörkin: 0-1 Albert Brynjar Ingason (70.). BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6, Elfar Freyr Helgason 6, Damir Muminovic 5, Kristinn Jónsson 6 - Oliver Sigurjónsson 7, Andri Rafn Yeoman 5, Arnþór Ari Atlason 5 - Guðjón Pétur Lýðsson 6, Höskuldur Gunnlaugsson 4 (83. Olgeir Sigurgeirs- son -), Ellert Hreinsson 4 (69. Atli Sigurjónsson 5). FYLKIR (4-3-3): Ólafur Íshólm Ólafsson 7 - Andrés Már Jóhannesson 7, *Tonci Radovinkovic 8, Ásgeir Eyþórsson 7, Tómas Joð Þorsteinsson 7 - Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7, Jóhannes Karl Guðjónsson 7 (83. Oddur Ingi Guðmundsson -), Ragnar Bragi Sveinsson 6 (65. Kjartan Ágúst Breiðdal -) - Ásgeir Örn Arnþórsson 6, Ingimundur Níels Óskarsson 6 (60. Hákon Ingi Jónsson 6), Albert Brynjar Ingason 7. Skot (á mark): 11-8 (4-4) Horn: 12-1 Varin skot: Gunnleifur 3 - Ólafur Íshólm 4. 0-1 Kópavogsvöllur Áhorf: 1.320 Garðar Örn Hinriksson (7) visir.is Meira um leiki gærkvöldsins PEPSI-DEILDIN 2015 STAÐAN KR 12 8 2 2 22-11 26 FH 12 7 3 2 26-15 24 Valur 12 7 3 2 23-14 24 Breiðablik 12 6 4 2 18-9 22 Fylkir 12 4 5 3 14-14 17 Fjölnir 12 5 2 5 15-18 17 Stjarnan 12 4 4 4 14-15 16 ÍA 12 3 4 5 14-18 13 Víkingur R. 12 3 3 6 20-21 12 ÍBV 12 3 2 7 15-22 11 Leiknir R. 12 2 4 6 12-17 10 Keflavík 12 1 2 9 12-31 5 NÆSTU LEIKIR Laugardagur 25. júlí: 16.30 Valur - Víkingur. Sunnudagur 26. júlí: 17.00 Stjarnan - ÍBV, 19.15 Fylkir - Fjölnir, ÍA - Leiknir. Mánudagur 27. júlí: 20.00 KR - Breiðablik. Þriðjudagur 28. júlí: 19.15 Keflavík - FH. Mörkin: 0-1 Kristinn Ingi Halldórsson (22.) LEIKNIR (4-3-3): Eyjólfur Tómasson 6 - Eiríkur Ingi Magnússon 6, Halldór Kristinn Halldórsson 6, Gestur Ingi Harðarson 5, Charley Fomen 5 (77. Elvar Páll Sigurðsson -) - Brynjar Hlöðversson 5, Fannar Þór Arnarsson 5 (60. Atli Arnarsson 5), Sindri Björnsson 4 - Kristján Páll Jónsson 4, Hilmar Árni Halldórsson 4, Ólafur Hrannar Kristjánsson 5 (69. Kolbeinn Kárason 4). VALUR (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 - Andri Fannar Stefánsson 7, *Orri Sigurður Ómarsson 8, Gunnar Gunnarsson 7, Bjarni Ólafur Eiríksson 7 - Einar Karl Ingvarsson 6, Iain Williamson 5 (57. Baldvin Sturluson 6), Kristinn Freyr Sigurðsson 5 - Kristinn Ingi Halldórsson 6, Sigurður Egill Lárusson 5 (81. Andri Adolphsson -), Patrick Pedersen 6. Skot (á mark): 3-8 (0-3) Horn: 4-1 Varin skot: Eyjólfur 2 - Ingvar Þór 0 0-1 Leiknisvöllur Áhorf: Óuppgefið Erlendur Eiríksson (7) ÚRSLIT PEPSI-DEILD KVENNA STJARNAN - FYLKIR 4-0 1-0 Francielle Manoel Alberto (30.), 2-0 Francielle Manoel Alberto (49.), 3-0 Sjálfsmark (58.), 4-0 Francielle Manoel Alberto (67.). Rautt: Ólína G. Viðarsdóttir, Fylki (38.) ÍBV - SELFOSS 0-2 0-1 Donna Kay Henry (30.), 0-2 Dagný Brynjars- dóttir (61.). Staðan: Breiðablik 28, Stjarnan 27, Selfoss 20, Valur 18, ÍBV 16, Fylkir 16, Þór/KA 15, KR 6, Þróttur 2, Afturelding. FÓTBOLTI Knattspyrnudeild KR birti í gær tilkynningu á heimasíðu þess efnis að sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson mun klára tímabilið í Vesturbænum. Samn- ingur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins. Þorsteinn Már gat ákveðið sjálfur hvort hann færi frá KR í félagaskiptaglugganum í júlí og var hann sterklega orðaður við Breiðablik, sem hafði mikinn áhuga á kappanum. „Stjórn knattspyrnudeildar tók mjög vel á þessu máli og sigldi því farsællega í höfn,“ sagði Bjarni Guð- jónsson, þjálfari KR, við Fréttablaðið í gær. Þorsteinn Már meiddist í leik KR og Rosenborg í síðustu viku og er tæpur fyrir síðari leik liðanna í Noregi á fimmtudag. Bjarni reiknar þó með því að hann verði orðinn klár í slaginn þegar KR mætir Breiðabliki á mánudagskvöld. - esá Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR GOLF „Maður er bara í stuttu fríi, aðeins að slaka á fyrir næstu verk- efni,“ sagði Birgir Leifur Haf- þórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Birgir Leifur lenti í 5.-9. sæti í Áskorendamótaröðinni á Kan- aríeyjum um helgina og vann sér með því inn þátttökurétt í næsta mót Áskorendamótaraðarinnar um næstu helgi í Frakklandi. „Maður er aðeins að fagna þessu með fjölskyldunni, það er besta leiðin til þess að fagna að mínu mati. Heilt yfir er ég mjög ánægður með spilamennskuna um helgina, gerði lítið af mistökum. Svo skemmdi ekki að fjölskyldan var mætt til að horfa á og strákur- inn minn var á pokanum sem gerði þetta enn skemmtilegra.“ Birgir lék frábært golf á mótinu, nældi í alls nítján fugla og tapaði höggum á aðeins tveimur holum en í bæði skiptin var um að ræða tvö- falda skolla. „Ég byrjaði klaufalega, þrípútt- aði á fyrstu en ég var ekkert að stressa mig á þessu. Ég vissi að ég gæti spilað þennan völl vel og hélt mig bara við leikskipulagið sem skilaði sér í að það voru 38 holur í hinn tvöfalda skollann á hringn- um,“ sagði Birgir, sem átti góðu gengi að fagna á par 5 holum vall- arins þar sem hann fékk níu fugla í tólf tilraunum. „Þessi völlur er þannig hann- aður að maður á góða möguleika á par 5 holunum en þær geta refsað manni ef maður er ekki varkár.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Birgir Leifur var þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk um helgina en hann segir andlega þáttinn vera oft vanmetinn. „Ég verð að vera þakklátur fyrir fólkið sem er í kringum mig, þau gera það að verkum að ég er far- inn að þekkja minn eigin leik mun betur. Það er að færast meiri stöð- ugleiki í þetta, ég er farinn að vinna meira í réttum hlutum í stað þess að eyða of miklum tíma í aðra hluti sem voru óþarfi. Fólkið sem er á bak við tjöldin hefur reynst mér dýrmætt og ég er því afar þakklátur, það munu koma ein- hverjar lægðir í framtíðinni en ég stefni að því að halda áfram. Mér finnst eins og ég viti hvert ég er að stefna og hvað ég þarf að gera til að ná þangað, maður hefur oft reynt að finna leiðir en þetta er allt að skýrast.“ Engin titilvörn í ár Birgir Leifur staðfesti að hann komi ekki til með að verja Íslands- meistaratitil sinn um helgina en hann tekur þátt í Áskorendamóta- röðinni í Frakklandi á sama tíma. „Öll mín markmið eru að festa mig í sessi hérna úti og ég verð að nýta tækifærið núna þrátt fyrir að mér finnist það gríðarlega leiðin- legt að missa af mótinu á mínum gamla heimavelli. Það hefði verið mjög gaman að taka þátt en með þessum árangri vinn ég mér inn þátttökurétt í stærri mótum og ég verð bara að fylgja því. Maður er að eltast við þessa mótaröð og maður fær ekki mörg tækifæri, það gerir það að verkum að maður verður að reyna að nýta það sem maður fær,“ sagði Birgir Leifur sem hefur borið sigur úr býtum á mótinu undanfarin tvö ár. „Það hefði verið frábært að taka þátt uppi á Skaga hjá fólkinu mínu og reyna að sigra þriðja skiptið í röð en maður verður að horfa á stóru myndina. Þetta er erfið ákvörðun en ég verð að nýta þetta tækifæri þó það sé ekkert öruggt í þessu,“ sagði Birgir sem kvaðst spenntur fyrir mótinu. „Ungu strákarnir eru eflaust graðir í að vinna og vilja taka tit- ilinn núna. Ég vona bara að veðrið verði gott og spilamennskan góð,“ sagði Birgir. kristinnpall@365.is Tækifæri sem ég verð að nýta Birgir Leifur, sem hefur borið sigur úr býtum undanfarin tvö ár í Íslandsmótinu í höggleik, tekur ekki þátt í ár. Þess í stað tekur hann þátt á sterku móti í Frakklandi eft ir góðan árangur á Spáni um síðustu helgi. SJÖUNDI TITILLINN BÍÐUR Birgir Leifur Hafþórsson er ríkjandi Íslandsmeistari en mun ekki fá tækifæri til að verja titilinn á Akranesi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðs- ins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leik- maður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf tekn- ir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskól- anum, er í hópnum sem og Njarð- víkingurinn Elvar Már Friðriks- son. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðs- þjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslett- um á. „Ég er aðeins að hjálpa Egg- erti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrir- liði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugs- að mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll. - tom Líður ekki dagur sem ég hugsa ekki um EM Karlalandsliðið í körfubolta kom saman í gær og hóf sex vikna æfi ngatörn fyrir stóru stundina í Berlín. FYRIRLIÐINN Hlynur Bæringsson var mættur á æfinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ FÓTBOLTI Valur komst í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í gær- kvöldi þegar liðið lagði Leikni, 1-0, á útivelli. Valsmenn komu með sigr- inum fram hefndum eftir 3-0 skellinn gegn nýliðunum í fyrstu umferðinni. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Valur er nú með jafnmörg stig og FH. Albert Brynjar Ingason var svo hetja Fylkis sem vann Breiðablik, 1-0, í Kópavogi. Fylkismenn hafa fengið fjögur í stig í tveimur úti- leikjum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Góð byrjun. - tom Valsmenn hefndu ófaranna gegn Leikni með sigri í Breiðholti MARK Kristinn Ingi, Sigurður Egill og Pedersen fagna marki Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SPORT 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -5 A 0 C 1 7 5 3 -5 8 D 0 1 7 5 3 -5 7 9 4 1 7 5 3 -5 6 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.