Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 10
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 GRIKKLAND Víða í Grikklandi mátti sjá fólk skipa sér í röð fyrir utan banka áður en þeir voru opnað- ir í gærmorgun. Bankarnir höfðu verið lokaðir í þrjár vikur en voru opnaðir á ný í kjölfar samþykktar um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikki. Gríska ríkisstjórnin tók á sínum tíma þá ákvörðun að loka bönkum eftir ákvörðun Seðlabanka Evr- ópu um að skera á lausafjárað- stoð til grískra banka. Í þær þrjár vikur sem bankastarfsemi lá niðri máttu Grikkir einungis taka and- virði tæpra 9.000 króna út úr hrað- banka á dag. Talsverð höft eru þó enn um sinn á bankastarfsemi. Grikk- ir mega nú taka út andvirði um 63.000 króna í einni færslu viku- lega í stað þess að þurfa að taka út daglega. Heildarupphæð sem hægt er að taka út á viku helst sú sama. Auk þess eru gjaldeyrishöft enn til staðar. Grikkir mega hvorki skipta við erlenda banka né leysa út ávísanir. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sagði í gær að gjaldeyrishöft bæru ekki vott um eðlilegt ástand og að þau sýndu þörfina á því að klára neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikki sem fyrst. Grikkir fengu þó aukalán sem nemur 1.050 milljörðum króna til að borga af lánum á meðan unnið er að því að fullklára samninginn við lánardrottna Grikkja, Seðla- banka Evrópu og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Aukalánið varð til þess að Grikkir stóðu við afborgun á láni til Seðlabanka Evrópu í gær auk tveggja afborgana til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem Grikkir stóðu ekki við á síðustu vikum. Afborganirnar nema samtals um 1.000 milljörðum króna. Grikkir eru því langt komnir með lánið. „Þegar hefur verið létt á skulda- byrði Grikkja með aðkomu allra aðila. Við getum nú talað um möguleikann á slíkum aðgerðum aftur,“ sagði Merkel enn fremur. Hún útilokaði þó að fella niður hluta skulda Grikkja. Virðisaukaskattur á matvæli, meðal annars, hækkaði úr þrett- án prósentum í 23 prósent í gær. Markar það fjórðu hækkun þess virðisaukaskattþreps á síðustu tíu árum. Árið 2005 var skatturinn átta prósent en hækkaði um eitt prósentustig ári seinna. Árið 2010 varð hann ellefu prósent, árið 2011 þrettán prósent og loks 23 prósent í dag. thorgnyr@frettabladid.is Skattar hækka og bankar opnaðir á ný Bankar voru opnaðir í Grikklandi í gær eftir þriggja vikna lokun. Grikkir mega þó hvorki skipta við erlenda banka né leysa út ávísanir. Virðisaukaskattur hækkaði úr 13 prósentum í 23 prósent. Grikkir stóðu við 500 milljarða króna afborgun á láni. DYRNAR OPNAST Grikkir streymdu í banka landsins í gær þegar dyr þeirra opnuðust að nýju. Bankarnir höfðu verið lokaðir í þrjár vikur. NORDICPHOTOS/AFP Þegar hefur verið létt á skulda- byrði Grikkja með aðkomu allra aðila. Við getum nú talað um möguleikann á slíkum aðgerðum aftur. Angela Merkel, kanslari Þýskalands BANDARÍKIN „Hann skuldar fjölskyldum þeirra, sem hafa látið lífið fyrir Bandaríkin og þeim sem hafa verið stríðsfangar, afsök- unarbeiðni,“ sagði öldungadeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóð- andinn John McCain um Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum til forsetaframboðs. Trump og McCain hafa deilt síðustu daga eftir að McCain kallaði fylgjendur Trumps, sem nýtur mests fylgis meðal repúblikana á lands- vísu, klikkaða. Þá brást Trump við með því að kalla hann heimskan og gerði lítið úr hermanns- ferli McCains. Trump sagði að McCain væri ekki hetja því hann hefði verið tekinn til fanga, en McCain barðist í Víetnamstríðinu. „McCain hefur yfirgefið þá sem barist hafa fyrir landið okkar. Ég mun berjast fyrir þá,“ skrifaði Donald Trump á heimasíðu USA Today seint á sunnudagskvöld. Trump hefur verið gagnrýndur af meðfram- bjóðendum fyrir ummæli sín og hafa nokkrir þeirra, til dæmis Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður frá Flórída, kallað hann vanhæfan. „Sumir mótframbjóðenda minna eiga ekki heima í þessari baráttu. Ég þarf ekki að taka við ábendingum frá þeim,“ sagði Trump um gagnrýnina. - þea Mikið er talað um umdeild ummæli auðjöfursins sem gerði lítið úr dáðum öldungadeildarþingmanns: Enn deila Donald Trump og John McCain REIÐUR Donald Trump er ekki sáttur við gagnrýni meðframbjóðenda sinna og kallar þá vanhæfa. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Eldhús- og skolvaskar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990 Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490 (fleiri stærðir til) Gua 539-1 með veggstál - plötu, grind fylgir, 1mm stál 16.990 Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn- ventli og vatnslás 7.890 Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990 19.900 Mikið úrval af blöndunartækjum. Á MÚRBÚÐARVERÐI Cisa blöndunartæki 4.990 TYRKLAND Sjálfsmorðsárásar- maður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landa- mærum Tyrklands og Sýrlands. Engin samtök lýstu yfir ábyrgð á árásinni en öryggisfulltrúi bæj- arstjórnar Suruc sagðist hrædd- ur um að Íslamska ríkið stæði að baki henni. Undir það tók héraðsstjórinn í Suruc, Abdulla Ciftci. „Í ljósi þess að þetta var sjálfsmorðs- árás þá teljum við miklar líkur á því að Íslamska ríkið sé ábyrgt.“ Suruc er um tólf kílómetra frá sýrlenska bænum Kobane sem sýrlenskir Kúrdar hafa varið fyrir árásum Íslamska ríkisins undanfarna mánuði. Fjölmiðlar í Tryklandi greindu frá því í gær að ráðist hefði verið á menningarmiðstöð sem hýsti umræðufund sem kúrdísk stjórn- málasamtök, sem starfa að end- urbyggingu Kobane, stóðu fyrir. Árásin var gerð í kjölfar þess að tyrknesk lögregla hafði hand- tekið 500 herskáa íslamista und- anfarið. Recep Tayyip Erdog- an, forseti Tyrklands, fordæmdi árásina þegar hann frétti af henni og kallaði hana hryðju- verk. - þea Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi: Talið að Íslamska ríkið beri ábyrgð ÁRÁS Að minnsta kosti 28 féllu í árás á tyrkneska bæinn Suruc við landamæri Tyrk- lands og Sýrlands. NORDICPHOTOS/AFP ➜ Engin samtök lýstu yfir ábyrgð á árásinni en öryggis- fulltrúi bæjarstjórnar Suruc sagðist hræddur um að íslamska ríkið stæði að baki árásinni. HAGFRÆÐI Maurice Obstfeld hefur verið skipaður nýr aðal- hagfræðingur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Hann tekur við stöðunni af Olivier Blanchard. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn greindi frá skipuninni í gær. Obstfeld, sem hefur verið einn nánasti efnahagsráðgjafi Bar- acks Obama Bandaríkjaforseta, tekur við stöðunni þann 8. sept- ember næstkomandi. Blanchard tók við stöðu aðal- hagfræðings árið 2008. - aí Blanchard lætur af störfum: AGS fær nýjan aðalhagfræðing 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -0 6 1 C 1 7 5 3 -0 4 E 0 1 7 5 3 -0 3 A 4 1 7 5 3 -0 2 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.