Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 12
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BRETLAND „Ég vil vinna með ykkur svo við getum sigrast á þessu eitri,“ sagði David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands og leiðtogi Íhalds- flokksins, þegar hann kynnti í gær áætlun ríkisstjórnar sinnar í bar- áttunni við herskáa íslamista í Bretlandi. Forsætisráðherrann lof- aði í ræðu sinni í Birmingham að takast á við „misheppnaða aðlög- un múslima“ sem hann sagði hafa leitt til þess að breskir ríkisborg- arar færu til Mið-Austurlanda til að ganga í raðir Íslamska ríkisins. „Hérna eru mín skilaboð til allra ungra Breta sem hyggjast slást í lið með Íslamska ríkinu. Þú munt ekki verða virtur meðlimur neinn- ar hreyfingar. Þú verður fallbyssu- matur,“ sagði Cameron. Forsætisráðherrann sagði vanda- mál hve litla samkennd sumir breskir múslimar hefðu með þjóð sinni. Þá lofaði hann að eyða þeim töfraljóma sem hann sagði umlykja Íslamska ríkið með því að sýna ungum Bretum hversu hryllileg samtökin eru í raunveruleikanum. Meðal skrefanna sem ríkisstjórn Bretlands ætlar að stíga í átt að bættri aðlögun múslima að bresku samfélagi má nefna regluverk sem leyfir foreldrum barna sem strjúka til að berjast fyrir Íslamska ríkið að ógilda vegabréf þeirra. Auk þess lokun sjónvarpsstöðva sem sýna áróður herskárra íslamista, minni aðskilnað trúarhópa í skólum, ítar- legar rannsóknir á útbreiðslu boð- skapar öfgahópa og aukna áherslu á „hefðbundin bresk gildi“. „Engan á að skrímslavæða. Með- almúsliminn er alveg jafn andvígur hugmyndafræði herskárra íslam- ista og aðrir,“ sagði Cameron. Samkvæmt tölum lögreglu í Bretlandi er talið að 700 manns hið minnsta hafi ferðast til Mið- Austurlanda frá Bretlandi í þeim tilgangi að berjast fyrir Íslamska ríkið. Einn þeirra er Talha Asmal sem varð líklega yngsti sjálfsvígs- árásarmaður Bretlands í síðasta mánuði er hann sprengdi sig í loft upp í nafni Íslamska ríkisins í Írak, sautján ára að aldri. „Saman getum við sigrast á vandanum. Breska þjóðin sigraði Hitler og hún sigraði kommún- ismann. Saman munum við sigra hópa herskárra íslamista,“ sagði Cameron að lokum. thorgnyr@frettabladid.is Cameron ætlar að sigra hina „eitruðu“ íslamista Forsætisráðherra Breta kynnti í gær áætlun til að vinna bug á upprisu herskárra íslamista. Hann segir raddir hinna öfgafullu yfirgnæfa þá hófsömu. Sjö hundruð manns hafa farið frá Bretlandi til að berjast fyrir ISIS. HERÓP David Cameron sótti vinnustofu um leiðir til að tilkynna grunsamlegt athæfi herskárra íslamista á netinu áður en hann hélt ræðu sína í Birmingham. NORDICPHOTOS/AFP Þetta er hópur sem hendir fólki fram af byggingum og brennir fólk lifandi. Þetta eru engir brautryðj- endur heldur illskeyttur og illvígur hópur. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands BANDARÍKIN 21 árs karlmaður fannst látinn í sundlaug við heimili Demi Moore síðastliðinn sunnudag. Lögreglan í Los Angeles yfir- heyrði fimm sem voru í sam- kvæmi á heimili Moore á laugar- dagskvöld. Lögregla fann manninn í dýpri enda laugarinnar en end- urlífgunartilraunir báru ekki árangur. Moore var ekki á heimili sínu þegar atvikið átti sér stað en hún segist vera í losti yfir atvik- inu í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. - srs Lést eftir skemmtanahald: Látinn í laug Demi Moore Í LOSTI Demi Moore var ekki viðstödd þegar atvikið átti sér stað. NORDICPHOTOS/GETTY NORÐUR-KÓREA Kosningaþátttaka var 99,97 prósent í sveitarstjórn- arkosningum í Norður-Kóreu á sunnudag samkvæmt tölum ríkis- fjölmiðils landsins. Verkamanna- flokkurinn, flokkur Kim Jong-Un leiðtoga landsins, vann stórsigur í kosningunum, enda eini flokkur- inn á lista. Kim Jong-Un er kjörinn fulltrúi á norðurkóreska þinginu, rétt eins og aðrir fulltrúar, en hann hlaut hundrað prósent atkvæða í sínu kjördæmi í fyrra. Kjósendur voru ekki beðnir um að merkja við flokkinn á kjörseðl- inum heldur átti að skila kjörseðli í kjörkassa til að sýna stuðning sinn við frambjóðandann, en einn fram- bjóðandi er í hverju kjördæmi. Algengt er að kjörsókn í Norð- ur-Kóreu sé nærri 100 prósent sökum þess að allir Norður-Kór- eumenn sem náð hafa sautján ára aldri eru skyldugir til að kjósa. Þeir sem ekki kjósa eiga yfir höfði sér landráðaákæru. Fulltrúarnir sem ná kjöri munu sitja í embætti í fjögur ár en stjórn- málafræðingar telja áhrif þeirra lítil sem engin. Hlutverk þeirra er sagt vera að framfylgja ákvörðun- um ríkisstjórnarinnar. Breska blaðið Independent áætl- ar að þeir 13.160 Norður-Kóreu- menn, 0,03 prósent, sem ekki kusu, verði því ákærðir og líklegast tekn- ir af lífi fyrir það eitt að kjósa ekki í kosningunum. - þea Búist við að þeir sem ekki kusu verði líflátnir: Kjörsókn í N-Kóreu var nærri 100 prósent SIGURREIFUR Flokkur Kim Jong-Un fékk öll sveitar- stjórnarsæti í nýyfirstöðnum kosningum, enda eini flokkurinn á lista. NORDICPHOTOS/AFP ALÞJÓÐAMÁL Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma ályktun um að aflétta við- skiptabanni á Íran í gær. Aflétting bannsins er liður í samningi sem Íranar gerðu við stórveldi heimsins, Bandaríkin, Rússland, Kína, Bret- land, Frakkland, Þýskaland og Evrópusam- bandið, um kjarnorkumál Írans. Samningurinn gengur út á að aflétta við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna og Banda- ríkjanna á Írana gegn því að Íranar framleiði ekki kjarnorkuvopn. Ályktunin felur þó ekki í sér að aflétta banni á viðskipti með vopn en samningurinn gerir ráð fyrir að það bann standi í fimm ár í viðbót. Andstæðingar samningsins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eru ósáttir við að Sameinuðu þjóðirnar hafi afgreitt málið og Bandaríkin kosið með afgreiðslunni áður en málið kom til umræðu í þinginu. Þingflokkur repúblikana, sem er með meirihluta í þinginu, er talinn ætla að hafna samningnum þegar hann kemur til atkvæðagreiðslu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur þó sagst ætla að beita neitunarvaldi sínu á hverja þá ákvörðun sem komi í veg fyrir að samningurinn taki gildi. Tvo þriðju hluta þings þyrfti til að snúa ákvörðun forseta við en repúblikanar ná því ekki einir. - þea Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær um samninginn sem náðist um kjarnorkumál Írana: Ályktuðu um að aflétta viðskiptabanninu FUNDAÐ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að aflétta viðskiptabanni á Írana. NORDICPHOTOS/AFP AFGANISTAN Bandaríski loft- herinn varpaði sprengjum á bækistöðvar afganska hersins í Logar-héraði fyrir mistök í gær. Að minnsta kosti átta afganskir hermenn féllu í árásinni. Árásin er sögð setja spennu í samskipti Bandaríkjamanna og Afgana sem hafa undanfarið unnið saman að árásum, jafnt á hendur talíbönum og Íslamska ríkinu. Breska ríkisútvarpið segir að fjöldi talíbana sé í Logar. - þea Sprengingar í Logar-héraði Sjö Afganar dóu í slysaárás 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -0 1 2 C 1 7 5 2 -F F F 0 1 7 5 2 -F E B 4 1 7 5 2 -F D 7 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.