Lögmannablaðið - 01.12.2005, Síða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Síða 11
inu mínu úr sportinu, það er engin spurning. Er eitthvert réttarsvið sem þú hefur ekki sinnt? Nei, ég hef verið meira eða minna í öllum málum. Ég hef mikið verið í skilnaðarmálum og deilum milli fólks. Svo hef ég verið lögfræðingur VR frá því ég byrjaði lögmennsku. Guðmundur Garð- arsson formaður réði mig sem fastan leiðbeinanda í lögfræði hjá VR. Síðar var Guðmundur B. Ólafsson, kollegi minn, einnig ráð- inn og við sinnum þessu saman. Lögfræðin við eldhús- borðið Árið 1961 byrjaði eiginkona þín, Guðrún Erlendsdóttir, að starfa með þér ekki rétt? Jú, hún byrjaði að praktísera með mér og gerði það í u.þ.b. ára- tug. Þá gerðist hún aðallega kenn- ari við lagadeild Háskóla Íslands, varð dósent og kenndi erfðarétt, sifjarétt og stjórnarfarsrétt. Voruð þið með einhverja verka- skiptingu? Nei, hún tók kannski heldur meira af skilnaðarmálum og svo- leiðis en þó tók hún ýmis önnur mál. Árið 1982 til 1983 fór hún eitt ár í Hæstarétt en þá bættu þeir við tveimur dómurum til þess að létta álagi á þeim sem fyrir voru. Síðan var hún skipuð alfarið við Hæstarétt árið 1986. Talið þið mikið um lögfræðileg málefni á heimilinu? Já, já, það kemur fyrir að það eru lögfræðileg málefni rædd við eld- húsborðið. Svo er önnur dóttir okkar, Guð- rún Sesselja, líka lögfræðingur. Hvernig fannst ykkur, foreldr- unum, þegar hún fetaði í fótspor ykkar? Okkar fannst það ágætt. Hún fór í lagadeild, byrjaði á því að falla í almennu lögfræðinni á jólaprófinu og hét því að koma aldrei inn fyrir dyr á Lögbergi meir. Svo snérist henni hugur, hún fór í lögguna og var í henni í eitt og hálft ár, fór aftur í lagadeildina og gekk þá ágætlega. Hvernig er með sjónarmið lög- manns og Hæstaréttardómara, eiga þau alltaf samleið? Ég diskútera ekki mál við Guð- rúnu sem hún er að dæma í, og hún víkur sæti í mínum málum. Lögmennskan misjafnlega skemmtileg Nú ert þú búinn að starfa í tæp- lega hálfa öld sem lögmaður, hefur þú aldrei orðið leiður á starfinu? Nei, þetta er misjafnlega skemmtilegt auðvitað. Ég hef aldrei orðið þannig að ég hafi hugsað um að hætta eða neitt slíkt. Er einhver munur á því að vera lögmaður í dag eða þegar þú byrj- aðir? Ekkert annað en það að þá þekkti maður alla lögfræðingana en núna þekki ég ekki nema einn þriðja af þeim. Það eru komin ný andlit, það er aðalmunurinn. Er verklagið meira og minna það sama? Já, já, mjög mikið það sama. Það er náttúrulega dálítill munur á einu og það er þegar það varð breyting á skipan dómsmála 1991. Ég man LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 11

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.