Lögmannablaðið - 01.12.2005, Síða 14

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Síða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 NÝVERIÐ EFNDI LMFÍ til sérstakrar kynningar fyrir ritara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að vel hafi tekist til en vegna mikillar aðsóknar þurfti að tvískipta hópnum. Ritarar lögmanna eru oft á tíðum í sambandi við þessar stofnanir og það var gaman að fylgjast með þegar þeir hittu kollega sína, sem þeir höfðu jafnvel verið í sambandi við árum saman án þess að hafa sést. Í lokin var farið í húsakynni LMFÍ þar sem félagið var kynnt auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar. Kynningin heppnaðist með ágætum enda eru það ekki mörg tækifærin sem ritarar lögmannsstofa hafa til að hittast. Ritarakynning á vegum LMFÍ Ingiríður Lúðvíksdóttir skrifstofustjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur kynnti dóminn fyrir riturunum og svaraði fyrirspurnum. Helmingur hópsins í anddyri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hjá Sýslumanninum í Reykjavík hittu ritararnir starfsfólk sem þeir hafa verið í sambandi við árum saman. Farið var yfir feril mála hjá embættinu og húsakynni skoðuð hátt og lágt.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.