Lögmannablaðið - 01.12.2005, Page 16

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Page 16
Í BYRJUN NÓVEMBER var hald- inn fyrsti undirbúningsfundur fyrir göngu félagsins á Hvannadalshnjúk. Fimmtán manns mættu á fundinn en þar kynnti Haraldur Örn Ólafsson, sérskipaður fararstjóri LMFÍ, ferðina, sýndi myndir og ræddi um með hvaða hætti þátttakendur gætu undirbúið sig. Nú er búið að panta gistingu á Hótel Skaftafelli fyrir hópinn og væntanlega flestir byrjaðir að þjálfa sig fyrir göng- una. Lögmannablaðið fékk Harald Örn til að svara nokkrum spurn- ingum um gönguna, til fróðleiks fyrir þá sem ekki komust á fundinn. Er ganga á Hvannadalshnjúk erfið? Þetta er löng ganga með mikilli hæðar- hækkun þannig að óhætt er að segja að hún sé erfið. Flestir sem hafa æft sig vel ná þó toppnum en þreytan segir til sín í lok dags. Hvernig er best að þjálfa sig fyrir gönguna? Fjallgöngur er besta þjálfunin og mæli ég með reglulegum ferðum á nálæg fjöll, ekki síst Esjuna. Síðan er alhliða líkamsrækt einnig mikilvæg til að komast í gott form. Aðalatriðið er að hafa gott úthald til að takast á við svo langa göngu. Gott er að hafa til viðmiðunar að komast að stóra steininum undir Þverfellshorni Esjunnar á einni klukkustund. Eru leiðirnar á hnjúkinn miserfiðar og hvaða leið ætlum við að ganga? Algengustu leiðirnar eru Virkisleið og Sandfellsleið en þær eru álíka erfiðar. Við stefnum að því að fara Virkisleið sem er ein fallegasta leiðin á tindinn. Við byrjum á því að ganga á mannbroddum inn Virkisjökul en síðan taka við brekkur upp með Hvanna- dalshrygg. Útsýnið af þessari leið er mjög fallegt og stórbrotið. Þú ræddir sérstaklega á fundinum um mik- ilvægi þess að fara nógu hægt yfir, hvers vegna er það svona mikilvægt? Þetta er langur göngudagur, eða um 14 klukkustundir, og því skiptir sköpum að 16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Skiptir sköpum að ganga nógu hægt! Ganga á Hvannadalshnjúk næsta vor:

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.