Lögmannablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 20

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 20
annarra liða sækja heldur hart að sér, að því er sumir töldu til að hefna fyrir ósann- gjarnar málskostnaðarákvarðanir dómara í þeirra garð. Er nema von að svo hafi verið því þetta var eini vettvangur lögmanna að sparka löglega í héraðsdómara landsins með tilvísun í 13. kafla Jónsbókar! Með liði hér- aðsdómara spilaði einn milliríkjadómari, en það var Guðmundur Haraldsson dóm- vörður. Á innimótinu 1999 var brotið blað í sögu mótanna þegar lið Bolta.is sigraði með glæsibrag. Kemur fram í umfjöllun mótsins í Lögmannablaðinu að lið Reynslu og Léttleika og Grín- arafélagsins mættu muna sinn fífil fegri. Aðeins þrjú lið mættu til leiks í utanhús- mótið 2000 og 2001 en árið 2002 mætti sex lið til leiks, þar á meðal fyrsta kvennaliðið undir galvaskri stjórn Völu Valtýsdóttur. Bar félagið nafnið Íslenzkt Fótboltafjelag m.l. Vakti þátttaka liðsins mikla athygli, svo mikla að útvarpsfréttamaður af þekktri útvarpsstöð mætti á svæðið og sendi beina lýsingu af mótsstað og tók viðtal við nokkra liðsmenn. Í þessu sama móti mættu nokkrir skoskir lögmenn á svæðið og skor- uðu á hina íslensku sigurvegara mótstins, Grínarafélagið á Mörkinni, til kappleiks. Lutu þeir skosku í gras enda höfðu þeir eitt- hvað verið að kanna miðbæ Reykjavíkur fyrr um daginn. Mörkin, með Gunnari Jónssyni og félögum, sigraði á innimótinu 2002 og var það mál manna að Gunnar hefði oft sýnt til- burði í marki Markarinnar en aldrei sem á þessu móti. Útimótið 2005 Nýjasta afurð knattspyrnumóta LMFÍ fór fram föstudaginn 23. september s.l. Þar lagði aldurskempa mótsins, Ólafur Garðars- son, grunninn að sigri Grínarafélagsins á Mörkinni. Mótið var haldið á gervigrasi þeirra Frammara við Safamýri. Veður var frekar kalt en að öðru leyti þurfti ekki að kvarta yfir því frekar en fyrri daginn. Ekki var þátttakan til að hrópa húrra fyrir, aðeins mættu þrjú lið til leiks en þau voru frá Logos, AM Utd. og Grínarafélaginu á Mörkinni. Fyrsti leikur mótsins var á milli LOGOS og AM Utd. Er skemmst frá því að segja að AM Utd. sigraði örugglega 2-0. Næstu öttu kappi LOGOS og GM, og lauk leiknum með jafntefli 1-1. GM saknaði Gunnars Jónssonar hrl., (Gunnars Bart- ez) en hann var erlendis og gat því ekki leikið. Þórður Heim- ir Sveinsson hdl. tók stöðu Gunnars í marki GM og stóð sig með prýði þó mark- mannshanskar þeir sem hann mætti til leiks með hafi verið frekar sleipir. Fyrir lokaleikinn milli AM Utd. og Grínara- félagsins var ljóst að AM Utd. dugði jafntefli til að sigra í mótinu en að sama skapi urðu GM-ingar að sigra til að tryggja sér sigur á mótinu. Leikurinn byrjaði af miklum krafti beggja liða en snemma leiks skoraði Ólafur Garð- arsson hrl. gott mark úr hraðri sókn fyrir GM. Undir lok hálfleiksins jöfnuðu leik- menn AM Utd. eftir mikla pressu og stóðu leikar því jafnt í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks bættu leikmenn AM Utd. við öðru marki og töldu þá flestir að sigur þeirra í mótinu væri tryggður. GM-ingar voru þó ekki á þeim buxunum og tókst að jafna um miðjan hálfleikinn með öðru marki Ólafs Garðarssonar í leiknum sem kom eftir þunga sókn. Rétt undir lokin skoraði Ólafur sitt þriðja mark sem tryggði sigur GM-inga í leiknum og þar með í mótinu. Fór vel á því að aldursforseti mótsins og sérstakur 20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Það er afar fáheyrt að það náist svona hringmynd af kappa sparka í tuðru. Kunnugir telja líklegt að þetta sé Jóhannes Albert Sævarsson í stuði.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.