Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 51
51 þessa er sú að fjölmargar líkingar í nútímamáli eru byggðar á hugtaksveru- leika sem samsvarar ekki endilega skilningi nútímamanna á menningu og heimi.27 Ef tilgátan er rétt um að orðtakið „það fýkur í e-n“ sé byggt á fornnorrænu hugtakslíkingunni um hugann sem vind, er það ágætt dæmi um þessa fastheldni. Segja má að líkingin sé virkjuð eins og aðrar venjur sem misst hafa gildi sitt, svo sem er við biðjum Guð að hjálpa þeim sem hnerrar, sem flestir hafa gleymt að voru fyrstu einkenni svartadauða. Það er ljóst að við notum slíkar steingerðar líkingar og málvenjur í meira eða minna mæli. En aftur að hinum hverfandi kornmæli. Það er skiljanlegt að nútímamanneskjur eigi erfitt með að fá botn í korn sem fyllir mæli. Á 20. öld fór því að bera á því að fólk talaði um „dropann sem fyllir mælinn“.28 Hér hefur eitthvað áhugavert átt sér stað. Ný mynd hefur troðið sér inn í gamlan ramma, stirðnuð líking hefur verið lífguð á ný, a.m.k. ber að líta á þetta sem tilraun til lífgunar. Erfitt er að átta sig á hverskonar mynd býr hér að baki. Sumir hugsa sér e.t.v. mælibikar fyrir vínstaup meðan aðrir geta séð fyrir sér desilítra-mæla notaða við matargerð. Þá er ekki hægt að útiloka að einhverjir sjái fyrir sér hitamæli. Slík mynd fellur vel að ensku nútímalíkingunni reiði er heitur vökvi í íláti, sem hefur breiðst út um önnur tungumálasvæði. Hreintungusinnar eða púristar ættu að veita því athygli að áhrif erlendra tungumála á íslensku einskorðast ekki við lán- töku erlendra orða heldur snýst einnig um lántöku á hugtaksveruleika. Þá myndi kvikasilfrið passa vel við hinn heita vökva ílátsins, þar sem það þenst sýnilega út við aukinn hita líkt og blóðið í hinum reiða. dropinn í íslenska mælinum mætti einnig rekja til áhrifa frá Norðurlandamálunum, þar sem talað er um „dråpen som får begeret til å renne over“. Þessu til stuðnings eru nýleg afbrigði svo sem „dropinn sem fyllti bikarinn“.29 Hugfræðingar hafa sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að líkingin reiði er heitur vökvi í íláti sé nokkuð ný af nálinni. Hafa menn þar bent bæði á sjóðandi katla, gufuvélina og aðrar vélar sem geta ofhitnað og sprungið, til að kasta ljósi á þann menningarbundna veruleika sem gerir líkinguna skiljanlega. „Hann var svo reiður að sjá mátti gufu leggja úr eyrum hans“, er algengt dæmi meðal hugfræðinga (einnig algengt í teiknimyndum) sem óneitanlega leiðir hugann að gufuvélinni. En það er kannski fyrst núna, eftir að slík grundvallargreining á reiði- 27 Alice deignan, „Metaphorical expressions and culture: An indirect link“, Metaphor and Symbol, 4/2003, bls. 255–271. 28 Jón G. Friðjónsson, „Íslenskt mál, 66. þáttur,“Morgunblaðið 10. des. 2005. 29 Sama heimild. STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.