Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚN[ 2008 Neytendur DV neytendur@dv.is UMSJÓN: ASDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR asdisbjorg@dv.is HJARTA VESTURBÆJAR „Mérfinnstalltafjafnmerki- legt hvað viðmót afgreiðslufólks skiptir miklu máli þegar viðskipti fara fara fram," segir Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi.„Þegar við- mótið er glaðlegt og vingjarnlegt skilja viðskiptin eftir góða tilfinningu meðan neikvætt viðmót getur leitt til þess að staður verði úti- lokaður í huga viðskiptavinarins. Melabúðin er dæmi um góða þjónustu. Ekki bara vegna vöruúrvals heldur vegna þess að þar hittastVesturbæingartil að spjalla og skiptastá kveðjum og brosum. Svo er þessi búð hjartað í hverfinu þar sem þjónustan er veitt af lipurð og með gleði." NEYTANDINIM Vinningshafar dagsins Vinningshafar 3. júnf 2008 í leiknum DV gefur milljón. Þeir hlutu í verðlaun tlu þúsund króna inneign í Bónus. DV óskar þeim innilega til hamingju. Brjánn Guðjónsson Lilja Þorgeirsdóttir Margrét Emilsdóttir Soffía Sveinsdóttir Þórarinn Jónsson OBírt'W «8$, A VatnagarOar 160,70 IIF.NSÍN 176,10 IIÍNHI, 176,20 IIÍMHI, 176,30 UÍNEI, Nú þegar sól hækkar á lofti og sumarfrí nálgast velta margir fyrir sér hvað skal gera. Nú þegar verðbólga eykst þarf fólk að spyrja sig hvað hægt er að eyða miklum pening. Sumir þurfa jafnvel að sleppa draumautanlandsferðinni. DV kannaði ódýrar pakka- ferðir til útlanda og gefur góð ráð til að ferðast fyrir minni pening. Margirnot- færasérþetta tilboðáreft- irárogeru alltafjafn- ánægðir" ODYRARAI Sll AA^iR[F f^I Tenerife Sólarlottó Plúsferða býður hagstæð- ustu verðin til Tenerife. „Sólarlottóið hjá okkur er leið til að gera fólki kleift að ferðast ódýrt," segir Lára Birgisdóttir, deildarstjóri hjá Plúsferðum. „Við höfum verið með þetta í gegnum árin og er fólk farið að kannast við þetta." Að ferð- ast ódýrt er orðið erfitt þegar verð- bólgan eykst svo um munar og fjár- hagur fólks þrengist. Alla langar þó í sumarfrí. Auk ódýrustu valmögu- leikanna hjá ferðaskrifstofunum er hægt að setja saman sína eigin ferð á netinu. Sólarlottó Plúsferða „Það sem er í Sólarlottóinu eru aðallega vikuferðir og þá færðu að vita um gististað viku fyrir brottför," segir Lára hjá Plúsferðum. „Það eru raun skilyrðin fyrir því að geta boð- ið almenningi svona ódýrar pakka- ferðir." Ferð í lottóinu kostar að- eins 39.900 á mann með sköttum og er það það ódýrasta sem í boði er. Áfangastaðirnir sem eru í boði eru algengir ferðamannastaðir og þeir sömu og í öðrum pakkaferð- um. Sem dæmi má nefna Portúgal, Krít, Marmaris, Costa del Sol og Tenerife. Dagsetningarnar sem svo í boði eru er hægt að sjá á heima- síðu Plúsferða. Mismunandi áherslur Lára segir að margir notfæri sér þetta tilboð ár eftir ár og séu alltaf jafnánægðir. „Þetta gildir alveg fýrir heilar fjölskyldur líka og getur verið afar hagstætt fyrir fólk sem kannski - jj, . 1 ", , J " 5 ** i ‘ ? 1 hefur ekki eins mikinn pening til að eyða í sumarfrí og áður," segir Lára. Hinar ferðaskrifstofurnar sem sérhæfa sig í pakkaferðum til út- landa eru Sumarferðir og Úrval Útsýn. Af þeim eru Plúsferðir hag- stæðastar. Úrval Útsýn leggur mesta áherslu á sér- og lúxusferðir. Aðrir ferðamöguleikar Með smá fyrirhöfn og leit á net- inu er einnig hægt að finna ódýra ferð sjálfur. Sé maður að fara í sum- arhús eða heimsókn til vina eða ættingja þarf oft ekki að kaupa ann- að en fargjaldið. Ef áfangastaðurinn er ekki nálægt áfangastöðum Ice- landair eða Iceland Express er best að leita sjálfur að flugi frá til dæmis London eða Kaupmannahöfn. Sem dæmi flýgur Ryanair frá London og Sterling frá Kaupmannahöfn. Fyrir par sem er að fara í sum- arhús í Suður Frakklandi er flogið með Iceland Express til London fyr- ir 69.900 krónur samkvæmt gengi 3. júní og svo áfram til Perpignion ÓDÝRFLUGFÉLÖG www.ryanair.com www.sterling.dk www.cheapflights.co.uk www.lastminute.com með Ryanair á 24.000 þúsund krón- ur. Ferðin kostar samtals tæpar 94 þúsund krónur. Aukakostnaður fer svo eftir aðstæðum hvers og eins. Útíplús Samkvæmt útreikningum á þessum tveimur ferðatilhögunum kemur Sólarlottó Plúsferða betur út. Ferð fyrir tvo kostar þar 79.800 krónur og er flug, gisting og skattar innifaldir. Af þessu tilefni er vert að vísa í slagorð fyrirtækisins „Komdu út í plús" en DV birti fyrir stuttu umfjöllum um tvíræð slagorð. Hér sannast að Plúsferðir bjóða best. ■ Lofiö fær veitingastaður Hótels Holts fyrir framúrskarandi þjónustu. Hjón fóru meö barn sitt út að borða og buðust þjónar til þess að útbúa sérstaka máltíð fyrir barnið þar sem ekki var hentugur matur fyrir það á matseðli staðarins. Maturinn sem kom var glæsilegur á að líta og afar góður. Fjölskyldan fór sátt af staðnum. Lastið fær Bió-grill í .... Grafarvogi fyrir mjög ^, slappa hamborgara. .--*i Viðskiptavinir sem W fengu sér hamborgara að kvöldi til þurftu að reyna SÉ mikið á sig við að koma . ham- borgaranum einum niður. Svört olía lak niður með kjötinu og þótti það afar ólystugt. Herlegheitin kostuðu heilar 2.500 krónur. I.OF&LAST Fyrstu vinnmgshafarnir 1DV gefur milljon voru dregnir út í gær: FYRSTU VINNINGSHAFARNIR „Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," segir Lilja Þorgeirsdóttir, einn af fyrstu vinningshöfunum í leiknum DV gefur milljón, en þeir voru dregn- ir út í höfuðstöðvum DV í gærmorg- un. Alls voru fimm dregnir út og hlutu þeir að launum tíu þúsund króna inn- eign í Bónus. „Ég er með lítið barn og þarf að kaupa mikið af dýrum hlut- um, svo sem bleiur og svona, svo það ér ekki spurning að þetta kemur sér vel," segir Lilja. Hún segist hafa keypt blaðið fyrir tÚviljun og sá ekki auglýs- inguna fýrr en um kvöldið og ákvað að prófa leikinn. Aðspurð hvort hún ætíi að taka aftur þátt segir hún engan vafa leika á því. „Og á eftír að segja öllum frá því," segir Lilja og brosir. Brjánn Guðjónsson var einnig dreginn út en hann segist ekki ætla að nota vinninginn sjálfur heldur gefa móður sinni hann. „Hún á það skil- ið," segir Brjánn. Hann segist hafa séð leikinn á vefnum en hann auglýsir þar og í blaðinu. „Þetta er mjög flott fram- tak hjá DV og sérstaklega í kreppunni sem er að koma. Þá hafa allir gott af því að fá stuðning og græða eitthvað," segir Brjánn. Aðspurður hvort hann ætíi að taka aftur þátt segir hann nóg að vinna einu sinni. „Leikurinn á vafalaust eftír að vekja mikla athygli," segir hann að lokum. Vinningshafar verða dregnir út alla daga í júní og er þátttökuseðillinn á dv.is. Hver og einn getur tekið þátt eins oft og hann vill og er skilyrðið að eiga eintak af blaðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.