Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 NORÐURLAND DV HART DEILT UM OXARFJARÐARSKOLA Afar skiptar skoðanir eru um framtíð Öxarfj ar ðar skóla í Norðurþingi. í dag er skólinn rekinn á tveimur stöðum; i Lundi i Öxarfirði og á Kópaskeri. Tæpir þrjátíu kilómetrar aðskilja skólanna en til stendur að setja skólastarf við Öxarfjörð undir eitt þak. Kristbjörg Sigurðardóttir, foreldri á Kópaskeri og sveitarstjórnarfulltrúi í Norð- urþingi er afar ósátt við fyrirhugaðar breytingar. ÁKópaskeri Til stendurað sameina Öxarfjarðarskóia undireinu þaki. I Lundi Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaðar breytingar. „Tillagan gerir ráð fyrir að öll starf- semi grunnskóla og leikskóla verði lögð niður á Kópaskeri sem er óásættanleg skerðing á grunnþjón- ustu við þá íbúa sem hennar hafa notið. Það að ætla börnum á leik- skólaaldri allt niður í 12 mánaða gömlum að ferðast 60 km leið dagleg í leikskóla með skólabíl getur ekki talist raunhæfur valkostur fyrir fjöl- skyldur á Kópaskeri og óvíst að for- eldrar láti bjóða sér slíka þjónustu fyrir börn sín." Þetta segir Kristbjörg Sigurðardóttir fulltrúi Samfylkingar- innar í sveitarstjórn Norðurþings og íbúi á Kópaskeri. Afar skiptar skoð- anir eru um framtíð skólahalds við Öxarfjörð. Skólinn sameinaður Á fundi sveitastjórnar Norður- þings þann 20. maí var tillaga sam- þykkt um að nú þegar verði haflnn undirbúningur að því að skólastarf við Öxarfjörð verði í heildstæðum skóla undir einu þaki. Stefnt er að því að sú verði raunin við upphaf skólaárs 2009 til 2010. Upphaflega hafði Þróunarteymi Öxarfjarðar- skóla sett fram tillögu um að flytja allan skóla í Lund frá og með næsta hausti. Á fundinum lýsti þróunar- teymið, sem skipað er fimm stjórn- endum skólans, því yfir að þær muni allar starfa í Lundi næsta vetur. Hingað til hefur Öxarfjarðar- skóli verið starfræktur bæði í Lundi í Öxarfirði og á Kópaskeri. Um þrjá- tíu kílómetrar aðskilja skólanna en nemendur Öxarfjarðarskóla verða í haust um 60 talsins. Svæðið er afar víðfemt en Öxarfjarðarskóla sækja börn allt frá Melrakkasléttu í norðri til Kelduhverfis í suðri. Skólavæð- ins spannar tæplega hundrað kíló- metra. Vilja óbreytt ástand Á íbúafundum sem haldnir hafa verið á svæðinu hafa ólík sjónarmið litið dagsins ljós. fbúum í Keldu- hverfl fmnst mörgum hverjum ótækt að þurfa að senda börn sín alla leið til Kópaskers en íbúum þar hugnast ekki að senda ung börn sín í rútu, hálftíma leið, í Lund. Kristbjörg seg- ir að foreldrar á Kópaskeri vilji flest- ir óbreytt ástand. „Það er ábyrgð- arhluti að ætla að leggja niður mikilvæga þjónustu eins og skóla og leikskóla í þropi eða þjónustukjarna þar sem þjónustustig er raunar mjög hátt miðað við íbúafjölda og önn- ur grunnþjónusta eins og til dæmis heilsugæsla er staðsett. Fram hafa komið eindregnar óskir foreldra og annarra íbúa á Kópaskeri og ná- grenni um að fyrirkomulagi skóla- halds verði ekki breytt frá því sem nú er. Því er algjörlega óábyrgt af kjömum fulltrúum í sveitarstjóm að ganga gegn vilja þeirra sem á þjón- ustunni þurfa að halda," segir hún. Börnin sameinuð Huld Aðalbjarnardóttír, skóla- stjóri Öxafjarðarskóla og kennari í Lundi, er ein þeirra sem lagði til- löguna fyrir. „Mér finnst þetta góð- ur kostur fyrir skóiasvæðið. Þetta er fagleg og félagsleg hagræðing og snýst um að bjóða börnunum og foreldrum þeirra upp á betri þjón- ustu," segir hún. Hingað tíl hefur leikskóli verið starffæktur á Kópa- skeri auk þess sem nemendur frá 1. til 7.bekkjar gmnnskóla hafa stund- að nám á Kópaskeri. Elstu þremur bekkjum grunnskóla hefur hins veg- ar verið ekið í Lund. „Börn frá Kelduhverfi, sem sækja skóla í Lundi hafa þurft að ferðast enn lengra en börnin á Kópaskeri. Hugmyndin er að sameina börnin undir einu þaki til að auka félags- færni þeirra og samkennd," segir hún. Huld segist ekki hafa fundið fyrir mikilli andstöðu við heildstæð- an skóla en segir styrinn standa um það hvar skólinn á að vera. Landsbyggðin á betra skilið Kristbjörgu finnst með ólíkind- um að þetta eigi að þröngva í gegn, án þess að hlustað sé á sjónarmið foreldraa eða annarra íbúa Kópa- skers og nágrennis. Til marks um óánægju íbúa Kópaskers var sveita- stjóra í apríl afhendur undirskrift- arlisti 65 einstaklinga. Þeir skrifuðu allir undir andstöðu sína við fyrir- hugaðar breytingar. Þess ber að geta að íbúar Kópaskers em um 120 tals- ins. „Landsbyggðin þarf á öðru að halda en því að heimamenn séu að búa til aðstæður sem sannarlega fæla fólk frá búsetu," segir hún að lokum. Þróunarteymi Öxarfjarðarskóla Setti fyrst fram tillögu um skólamál. VHA ELSMIÐJAN ASVERK Rennismíði Tjakkaviðgerðir og nýsmíði Felgubreytingar Drifskaftabreytingar Heddplönun Grímseyjargötu - 600 Akureyri - Sími: 462 7860 asverkehf@asverkehf.is - www.asverkehf.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.