Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 17

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 17
Þýðingar Kristmanns Guðmundssonar ogjóns Thoroddsens á Lady Chatterley’s Lover Þessum orðum, sem Lawrence reynir að „afklámvæða“, sleppir Kristmann algjörlega. Hann kemur ekki með nein veigrunarorð í staðinn, sem er í raun góðra gjalda vert, heldur sleppir alveg þeim köflum þar sem þessi orð koma fyrir. Hann segir reyndar í viðtali um fjörutíu árum eftir að bókin kom út, að hann hafi sett sér þann mælikvarða að skrifa aldrei neitt, sem hann vildi síður að dætur hans læsu. Að hann skuli sleppa þessum köflum gengur þó þvert á það sem hann segir vera ætlunarverk sitt í formálanum. Þýðing Jóns Thoroddsens, sem kom út árið 1992, er mjög frábrugðin þýðingu Kristmanns. I fyrsta lagi sleppir hann engu úr, og frásögnin verð- ur heildstæðari fyrir vikið. Heimspekilegar umræður fá sinn stað, svo og stjórnmál, frumhyggja og svo framvegis. Ekki sleppir hann heldur neinum ástarsenum né styttir þær; hann notar þá útgáfu sem Lawrence sendi frá sér, endanlega mynd textans, hvorki ritskoðaða útgáfu né stytta. I meðförum Jóns verður „cunt“ „kunta“, „fuck“ verður „ríða“ og „shit“ verður „skíttíði“. Jón notar engin veigrunarorð og það vefst ekki fyrir honum að þýða lýsingar á kvenlíkamanum, brjóstin eru á sínum stað og kynfæri kvenna kallast ekki lengur „blygð“. Þetta eru mjög ólíkar þýðingar, og þó að þær séu gerðar á mjög mismun- andi tímum við mismunandi samfélagsaðstæður, er það ekki helsta orsök þess hversu ólíkar þær reynast. Þar eru aðrir þættir að verki. Stíll þýðing- anna er mjög ólíkur. Jón þýðir að miklu leyti orð fyrir orð, en Kristmann hugar meira að stíl og hrynjandi í verki Lawrence. Þar er líka helsti styrkur þýðingar Kristmanns: hann nær ljóðrænu Lawrence, og flæði þýðingarinn- ar er gott. Þó að aldur þýðingarinnar hafi sitt að segja og orðavalið sé oft gamaldags — t.d. notar hann „írlendingur“ fyrir íra, „vanhús“ fyrir salerni, „utanveltubesefi“ sem þýðingu á „outsider" - og þótt hann noti orðin vei- fiskati og sjúkrastóll, oss og vér, svo fátt eitt sé nefnt, þá er hann alls ekki of formlegur eða orðalagið stíft. Þvert á móti er þýðingin mjög lipur. Líkingar eru einnig styrkur hans; í stað þess að þýða þær orð fyrir orð, líkt og Jón á til í sinni þýðingu, lagar hann þær að íslensku máli og hrynjandi. Náttúrulýsingar, þar á meðal veðurlýsingar, leika stórt hlutverk í bók- inni. Þær hafa beina tengingu við ástarsöguna og endurspegla hana í raun jafnframt því að vera fyrirboði um hvað muni gerast. Kristmann sleppir ekki þessum lýsingum, en styttir þær oft og sleppir þá helst þeim hlutum þar sem tvíræðni gætir. Jón þýðir þessar lýsingar, en oft þannig að tvíræðnin nær ekki að koma í gegn, og eftir standa hráar veðurlýsingar: ■ ... it turned bright pink, shrimp-coloured on dry days, darker, crab- coloured on wet. Now it was pale shrimp-colour with a bluish-white hoar of frost. It always pleased Connie, this underfoot of sifted, bright pink. It’s an ill-wind that brings nobody good. d .ffiœydid - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.