Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 106

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 106
Mikhaíl Búlgakov — Níels Rúnar Gíslason að selja bæði úrfestina og úrið sitt. Og mikið rétt, á honum var hvorki úr né úrfesti. En Nozdrjov var ekki gugginn. Hann sagði frá heppni sinni í lottóinu, þegar hann vann hálfpund af matarolíu, lampagler og skósóla undir barnastígvél, en síðan frá óheppni sinni, djöfullinn sjálfur, þegar hann lagði fram 600 milljónir frá sjálfum sér. Hann sagði frá því hvernig hann hafði stungið uppá við Vneshtorg að senda til útlanda heilan farm af kákasusrýtingum. Sem þeir gerðu. Og hann hefði grætt formúu ef ekki hefði verið fyrir þessa ensku drjóla, sem tóku eftir að á rýtingunum stóð áletrun: „Meistari Savelij Síbírjakov“, og höf nuðu þeim sem gallavöru. Hann dró Tsjitsjikov upp á herbergi til sín og gaf honum stórvel í staup- inu, og átti það að vera konjak, sem hann sagðist fá frá Frakklandi, þó af því mætti samt glöggt merkja landabragð í öllu sínu veldi. Að lokum var hann farinn að ljúga svo glæfralega að hann taldi mönnum trú um að honum hafi verið afhent nær áttahundruð álnir af vefnaðarvöru, ljósblá gullbrydduð bifreið og vistunarbréf uppá húsnæði í súlnahöll. En þegar mágur hans, Mizhújev, lét í ljósi efasemdir, þá bölvaði Nozdrjov honum, og kallaði hann ekki Sófroníus heldur pöddu. I fáum orðum sagt, þá leiddist Tsjitsjikov svo mikið að hann vissi bara ekki hvernig hann gæti forðað sér hið snarasta. En sögur Nozdrjovs leiddu huga hans að því að leggja sjálfur fyrir sig utanríkisverslun. IV Sem hann og gerði. Og aftur íyllti hann út eyðublað, tók til starfa og sýndi sig í fullum skrúða. Hann flutti hrúta yfir landamærin í tvöföldum gæru- skinnsúlpum, en undir úlpunum voru blúndur frá Brabant. Hann ók með demanta í dekkjunum, í vagnstöngunum, í eyrunum og guð má vita hvar. Og innan örskamms stóð hann uppi með um fimmhundruð appels- ínur fjár. En hann var hvergi nærri hættur, heldur sendi umsókn til viðeigandi aðila þess efnis að hann vildi taka á leigu eitthvert fyrirtæki, og dró upp með fágætum litum mynd af þeim ávinningi sem ríkið mundi af þessu hafa. Á ríkisskrifstofunum göptu munnar hreinlega af undrun — væntanleg- ur arður var svo sannarlega geysimikill. Þeir vildu fá uppgefið hvar fyr- irtækið væri til húsa. Að sjálfsögðu. A Tverskajabreiðgötu, beint á móti Strastnojklaustrinu, yfir götuna og kallast „Minnpúss á Tverbreiðunni“. Þeir sendu fyrirspurn á viðeigandi stað, um hvort þar væri í raun slíkt fyr- irbrigði. Og svarið var: — Svo er og það veit öll Moskva. 104 e/ . /3r/y/-iá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.