Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 109

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 109
Ævintýri Tsjitsjikovs Lýðurinn varð hugsi og vængjuð hviksaga hljóp af stað eins og neisti. Þar að auki tranaði fíflið hún Korobotjska sér upp á stofnun og þrá- spurði um hvenær hún gæti opnað brauðbúð í reiðhöllinni. Þeim varð ekk- ert ágengt í að sannfæra hana um að reiðhöllin væri opinber bygging og ekki hægt að kaupa hana, og alveg ómögulegt að opna neitt í henni. Sú heimska kerla skildi ekki baun. En sögusagnirnar um Tsjitsjikov urðu sífellt verri og verri. Menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð, hvurslags fugl er þessi Tsjitsjikov og hvaðan kom hann? Upp spruttu gróusögur, hver annari ískyggilegri og hrikalegri. Oró sótti að hjörtum. Símar fóru að klingja og rekistefnur hófust ... Bygg- inganefnd talaði við eftirlitsnefnd, eftirlitsnefnd við húsnæðisdeild, hús- næðisdeild við þjóðfulltrúaráð heilbrigðismála, þjóðfulltrúaráð heilbrigðis- mála við yfirstjórn smáiðnaðar, yfirstjórn smáiðnaðar við þjóðfulltrúaráð kennslumála, þjóðfulltrúaráð kennslumála við Menningaráð öreiga o.s.frv. Menn ruku til Nozdrjovs. En auðvitað var það heimskulegt. Allir vissu að Nozdrjov væri lygalaupur, að ekki væri hægt að trúa einu orði sem Nozdrjov segði. Þó var gert boð eftir Nozdrjov, og hann svaraði hverri ein- ustu spurningu. Hann kunngerði að Tsjitsjikov hafi í raun tekið á leigu fyrirtæki sem ekki voru til, og að hann sjálfur, Nozdrjov, sæi enga ástæðu fyrir því að gera það ekki, fyrst allir væru að því. Spurningunni: er Tsjitsjikov ekki njósnari hvítliða, ansaði hann að njósnari væri hann og um daginn hafi átt að skjóta hann, en einhverra hluta vegna hafi hann ekki verið skot- inn. Spurningunni: er Tsjitsjikov ekki peningafalsari, ansaði hann að víst væri hann falsari og sagði líka gamansögu um fádæma kænsku Tsjitsjikovs: Hvernig hann hefði tekið á leigu íbúð á Marínulundi eftir að hafa kom- ist á snoðir um ætlan ríkisins að prenta nýja peningaseðla og gaf þaðan út falsaða seðla upp á átján milljarða, þetta var tveimur dögum áður en hinir ósviknu komu út. En þegar áhlaup var gert á íbúðina og hún innsigluð, ruglaði Tsjitsjikov fölsuðu seðlunum saman við þá ósviknu á einni nóttu, svo að því loknu gat skrattinn sjálfur ekki gert greinarmun á því hvaða seðlar voru falsaðir og hverjir ekta. Spurningunni: er það satt að Tsjitsjikov hafi verið að skipta milljörðunum sínum í demanta til að flýja land, ansaði Nozdrjov að það væri satt og hann hefði sjálfur ákveðið að hjálpa til og eiga hlutdeild í þessum verknaði, en án sín hefði ekki orðið neitt úr neinu. Eftir frásagnir Nozdrjovs féllu allir í algjört þunglyndi. Menn sjá, að það er enginn möguleiki á að komast að því, hver Tsjitsjikov er. Og enginn veit hvernig þessu hefði öllu lokið, ef ekki hefði fundist maður einn á meðal alls þessa hóps. Að vísu var rétt, að hann, rétt eins og hinir, hafði aldrei tek- ið Gógol sér í hönd, en hann bjó yfir smá skammti af heilbrigðri hugsun. Hann hrópaði upp yfir sig: á — Að geta sagt „shit fyrir framan dömu 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.