Þjóðmál - 01.09.2011, Side 9

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 9
 Þjóðmál HAUST 2011 7 Núna verður að ráða niðurlögum verka lýðs- félaganna . Í þriðja lagi verða stjórn völd að sjá til þess að hæfileika ríkt og dug legt fólk hafi svigrúm til að njóta sín til fulls . Til þess þarf að minnka opinbera geir ann stórlega og fjarlægja allar hindranir á frjálsu framtaki . Í fjórða lagi verða lög og regla að ríkja, alltaf og alls staðar, hvað sem það kostar .“ Paul Johnson og Thatcher hafa þekkst allt frá háskólaárum þeirra í Oxford . Samband þeirra hefur verið á köflum mjög náið, en þó all kostu legt á stundum . Dag einn sagði Johnson við Thatcher: „Stjórnvöld geta gert allt milli himins og jarðar og gera það gjarnan . En það er þrennt sem þeim ber að gera, því það er enginn annar sem getur það . Það er að tryggja öryggi ríkisins út á við, sjá til þess að lög og regla ríki innanlands og standa vörð um gengi gjaldmiðils síns . Þessu þrennu ættu stjórnvöld að einbeita sér að . Auðvitað er margt annað sem kallar á athygli þeirra en því meira sem þau takast á hendur því meiri er hættan á að þeim mistakist að rækja þess- ar þrjár grundvallarskyldur sínar . Oftast er það gjaldmiðillinn sem situr á hakanum — og það þýðir verðbólgu .“ Frú Thatcher hreifst mjög af þessum vís- dómi og hripaði hann niður á blað . Nokkrum árum síðar sátu Thatcher og Johnson og ræddu um stjórnarstefnu hennar . Á einum stað í samtalinu sagði frú Thatcher: „Sjáðu nú til, Paul . Ég skal skýra dálítið mikilvægt út fyrir þér . Stjórnvöld gera allt milli himins og jarðar, en það er þrennt sem þeim ber að gera . . .“ Svo fylgdi öll runan . Johnson skellti upp úr . „Það var ég sem sagði þér þetta,“ sagði hann . „Þú? Hvaða vitleysa! Ég hef alltaf vitað þetta,“ sagði frú Thatcher . Þetta hefur gerst nokkrum sinnum að Johnson hefur fengið í hausinn eigin heil- ræði í formi prédikunar frá Járnfrúnni . Fjölmenni fylgdi rit höf undinum og heim spek ingnum Gunn ari Dal til grafar á sól rík um sumardegi í ágúst sl . Gunnar var mað ur vin marg ur og átti sér marga að- dáendur . Allir sem honum kynntust skynj- uðu að hann var góður og réttsýnn maður . Hann virtist alltaf á já kvæðum nótum og alveg laus við öfund og illmælgi . Hann kunni manna best að lifa – í þeim skiln ingi að njóta hverrar stundar til fulls . Þegar við hittumst vildi hann alltaf setjast að tafli . Í skákinni var hann kappsamur og hug mynda ríkur – rétt eins og í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur . Hann skrifaði einfalt og fagurt mál og hafði einstakt lag á að gera flókin efni skiljanleg . Svo vildi til að ég gaf út bækur hans síðustu árin sem hann lifði . Sérstaklega ánægjulegt var að gefa út heildarsafn hinna ágætu ljóða hans í stórri bók . Verk Gunnars eru nú öll aðgengileg á netinu, annars vegar í Google Books og svo á vefsíð unni www. heimspekiskoligunnarsdal.is . Blessuð sé minning Gunnars Dal .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.