Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 14

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 14
12 Þjóðmál HAUST 2011 Hver þeirra hefur tekist á við málefni sem valdið hafa deilum meðal fylgismanna þeirra . Almennt séð er líklegt að þeir séu þó öruggari með leiðtogastöðu sína sem sitja jafnframt í ríkisstjórn . Ákvörðun um að velta þeim úr sessi kynni að jafngilda aðför að sitjandi ríkisstjórn . Til hins er þó að líta að frá því að skoð- anakannanir komu til sögunnar hafa fáar ríkisstjórnir mælst jafn óvinsælar og stjórn þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J . Sigfússonar . Fylgi hennar er nú í svipaðri lægð og fylgi ríkisstjórnar Geirs H . Haarde eftir hrunið . Traust í garð þeirra Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J . Sig- fússonar hefur einnig hríðfallið . Í könnun á vegum MMR sem birt var í mars 2011 kom fram að aðeins 16,9% treystu Jóhönnu en 23,9% báru traust til hennar í könnun sem gerð var í maí 2010 . Fallið er þó mun hærra ef farið er lengra aftur, en 63,6% treystu Jóhönnu í sambærilegri könnun sem gerð var í desember 2008 . Í mars 2011 sögðust 22,3% bera traust til Steingríms J . en þessi tala var 37,6% í maí 2010 . Könnunin sýndi að vantraust á Steingrím J . Sigfússon hefði aukist verulega en 55,9% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera lítið traust til hans, en þeir voru rúm 40% í síðustu könnun . Sömu sögu var að segja um Jóhönnu Sigurðardóttur en 60,5% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera lítið traust til hennar borið saman við 52,9% í síðustu könnun . Formaður Samfylkingarinnar er best var inn af kjörreglum . Hann skal kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra flokksmanna enda komi fram krafa þar um frá a .m .k . 150 flokksmönnum eigi síðar en 45 dögum fyrir boðaðan landsfund . Þegar þetta er skráð er ekki vitað um neinn sem ætlar að safna liði gegn Jóhönnu þrátt fyrir vaxandi undiröldu gegn henni innan Sam fylkingarinnar . Meginástæðan fyrir því að hún situr á friðarstóli er að þingmenn Sam fylk ingarinnar þora ekki að hrófla við henni af ótta við að það leiði til kosninga og þar með atvinnumissis fyrir þá vegna lítilla vin sælda flokksins . Í lögum VG segir: „Flokksstjórn skal kosin á landsfundi . Formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri skulu kosnir sérstaklega og að auki skulu kosnir sjö meðstjórnendur . Þessir ellefu mynda flokksstjórn VG .“ Þarna er ekki mælt fyrir um neinn framboðsfrest og ræðst það því á landsfundinum hvort einhver býður sig fram gegn Steingrími J . Í Sjálfstæðisflokknum er formannskjör óbundið og gildir sú regla að landsfundar- fulltrúar skrifa nafn þess sem þeir vilja sem formann á kjörseðil og setja hann í kjörkassa . Þar er því enginn framboðsfrestur og má segja að formaðurinn standi berskjaldaður fram að kjöri og geti hver sá sem er kjörgengur lagt til hans . Það kann því í raun að ráðast á fundinum sjálfum hvort einhver býður sig fram gegn Bjarna Benediktssyni eins og gerðist á 39 . landsfundinum í júní 2010, þegar Pétur H . Blöndal alþingismaður gerði það á síðustu stundu . Allt bendir til þess að formennirnir þrír nái endurkjöri á landsfundi flokka sinna . Á hinn bóginn er augljóst að ekki er allt sem sýnist í stjórnmálunum og undirstraumar þyngri en við blasir á yfirborðinu . IV . Til marks um undirstrauma stjórn mál-anna má nefna leiðara sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 16 . ágúst, eftir að Bjarni Benediktsson sagðist í útvarps við- tali sunnudaginn 14 . ágúst vilja draga ESB- aðildarumsókn Íslands til baka . Leiðara- höf undurinn sagði að það ætti ekki að vera frétt að formaður Sjálfstæðisflokksins staðfesti að hann væri andvígur því að Ísland gengi í ESB . Flokkur hans hefði ályktað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.