Þjóðmál - 01.09.2011, Page 18

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 18
16 Þjóðmál HAUST 2011 kvæmdar valdinu . Því er nauðsyn legt að lög um ráðherraábyrgð taki til tilvika eins og þeirra ef ráðherrar veita röng eða villandi svör við fyrirspurnum frá alþingismönnum eða við meðferð mála á Alþingi, svo og gagna og upplýsinga sem ráðherrar eða ráðuneytin gefa Alþingi eða einstökum þingnefndum við umfjöllun stjórnarfrumvarpa eða annarra mála sem fyrir liggja . Seint á árinu 2010, þegar Jóhanna var kom- in til valda, spurðist Óli Björn Kárason varaþingmaður fyrir um verktakagreiðslur stjórn arráðsins til starfsmanna félags vís- inda sviðs Háskóla Íslands . Um var að ræða kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu og ráðgjöf — allt saman upplýsingar í bókhaldi ráðuneytanna . Svar forsætisráðuneytisins reyndist ekki aðeins ófullnægjandi heldur mjög villandi . Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson sakaði forsætisráðherra um að leyna Alþingi upplýsingum um verkefni sem kostuð voru af fé skattgreiðenda . Óskaði hann eftir því að Ríkisendurskoðun rannsakaði málið . Í kjölfarið braut Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í blað með bréfi til Ríkisendurskoðunar, þar sem hún reyndi að hafa áhrif á rannsókn stofnunarinnar . Í bréfinu segir m .a .: Að saka forsætisráðherra um að leyna upplýsingum í því samhengi, og þá líklega í samráði við nokkra tugi starfsmanna ráðuneytanna, er í besta falli kjánalegt . Í júní á þessu ári barst loks niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar og kom þá í ljós, að svar forsætisráðherra „hafi verið ófullnægjandi miðað við þann skilning sem ráðuneytið lagði í fyrirspurnina“ . Stjórn ar- andstöðuþingmaðurinn Jóhanna hefði ekki náð upp í nefið á sér ef ráðherra hefði gerst sekur um viðlíka lygi . Í áranna rás hefur ráðherra þurft að svara skriflegri fyrirspurn þingmanns innan tíu virkra daga frá því að hún var lögð fram samkvæmt þingsköpum . Misjafnt er hvernig ráðherrum tekst að standa við þessi tímamörk en keyrt hefur um þverbak í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur . Greip forsætisráðherra loks til þess ráðs seinasta vor að skipa löggjafanum að endurskoða þingsköp og lengja svarfrestinn í fimmtán virka daga í stað tíu . Löggjafinn varð við ósk forsætisráðherra en rökstuðningurinn fyrir þessum breyttu þingsköpum var sá að á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og getur verið afar snúið að finna svör við hverri þeirra . Ætli það hafi ekki líka verið snúið að svara rúmlega fjórum fyrirspurnum frá stjórnarandstöðuþingmanninum Jóhönnu á viku? Og birta svörin innan tíu daga? Bensínskatturinn Jóhanna skrifaði pistil á vefsíðu sína í maímánuði árið 2006 þar sem hún krafðist þess að gjöld og skattar ríkisins á bensín yrðu lækkaðir þegar í stað . Annars gæti bensínverðið hugsanlega farið upp í 150 kr . á lítrann sem myndi hækka útgjöld fjölskyldna og stofna nýgerðum kjarasamningum í hættu . Sagði hún að „þrátt fyrir slíka lækkun myndi ríkissjóður engu að síður auka tekjur sínar af bensíni“ og á verðbólguskeiði eins og þá gekk yfir „er auðvitað einboðið að fara þá leið að lækka tímabundið skatta á bensín“ . Bætti hún síðan við í lokin að ríkissjóður gæti ekki „endalaust blóðmjólkað bifreiðaeigendur“ . Nú, rúmlega fimm árum síðar, situr hún í forsæti ríkisstjórnar sem hefur hækkað skatta á bensín og er málum nú svo hagað að ofurskattar Jóhönnu nema um helmingi bensínverðs, og er bensínverðið í kringum 240 kr . á lítrann . Aukinheldur hefur forsætis- ráðherra vefengt það, að skattalækk un á

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.