Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 27

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 27
 Þjóðmál HAUST 2011 25 að óbreyttu að lögum . Þessi niður staða skipt i r máli við mat á flóknum stjórn skipu - leg um álita efnum . Það er skoðun mín að sum ákvæði frum- varpsins, ein og sér, eða metin heildstætt, kunni að brjóta í bága við grunnreglur stjórn skipunarinnar, sbr . sérstaklega ákvæði um vernd eignarréttar og atvinnufrelsis sem og óskráða stjórnskipulega meðalhófsreglu . Þetta mat mitt byggir á því að frumvarpið miðar að því að draga verulega úr réttindum aðila innan kvótakerfisins samhliða því að þeir þurfi að greiða hærri álögur . Þessar ráð stafanir eru líklegar til að verða tilviljunar kenndar og óhóflegar í einstaka tilvikum . Ástæða er því til að ætla að gengið sé of langt í að ná þeim markmiðum sem að er stefnt og við það kann ríkissjóður að verða bótaskyldur . Ádögunum fjallaði Vefþjóðviljinn um það af-brigði af hlutdrægni Ríkisútvarpsins sem ekki kemur til af vísvitandi aðgerðum heldur stafar af því að starfsmennirnir halda að heimsmynd þeirra sjálfra sé sú eina rétta, og að því sé ekkert að því að miða fréttir og dagskrá við hana eina . Slík dæmi eru merkilega algeng og geta veitt fróð lega innsýn í Efstaleitishugsunarháttinn, en marg vísleg hlutdrægni manna á þeim bæ hefur haft veru leg áhrif á stöðu og gang íslenskra þjóðmála . Að sumu leyti getur verið skynsamlegast að benda frekar á hin sak lausari dæmi, sem ekki fjalla um íslensk þjóð mál, svo skoðanir á innlendum málefnum þvæl- ist ekki fyrir . Lítið Efstaleitisdæmi birtist í liðinni viku, í frétt af máli sem nær engu skiptir hér á landi og engum dettur í hug að fréttamaður hafi ætlað sér að segja frá með ósanngjörnum hætti . Þá sagði Ríkisútvarpið frá því að bandaríski stjórn málamaðurinn George Pataki hefði ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta á næsta ári . Í frétt Ríkis útvarpsins sagði: George Pataki, fyrrverandi ríkisstjóri í New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir tilnefningu Repú blik ana flokksins fyrir forsetakosningarnar í Banda ríkjunum á næsta ári . Vonast hafði verið til að hóf sam ur repúblikani tæki þátt í forvali flokksins og sagði talsmaður Patakis fyrr í vikunni að hann íhugaði alvarlega að bjóða sig fram . Hinsvegar þykir ljóst að hóf samur stjórnmálamaður á borð við Pataki hefði átt á brattann að sækja í baráttunni um tilnefningu í flokki sem verður sífellt íhaldsamari . Þetta er lítil frétt um mál sem litlu skiptir . En sýnir samt örstutt inn í Efstaleitið . Og hver er myndin sem menn hafa þar af bandarískum málefnum? Jú, repúblikanar eru upp til hópa öfgamenn . Þeir skiptast í öfgamenn og svo „hófsama repúblikana“, og það „þykir ljóst“ að „hófsamur stjórnmála mað- ur“ eigi þar „á brattann að sækja“ . Hverjum þykir það ljóst? Mitt Romney, sem nýtur mests fylgis í könnunum meðal repúblikana, þykir hann öfgamaður rétt á meðan, en breytist svo í hófsaman ef hann heltist úr lestinni? Hverjir eru þeir, sem vonuðust til þess að þó ekki nema einn hófsamur maður byði sig fram í Repúblikanaflokknum, en töldu jafnframt ljóst að hann ætti á brattann að sækja? Það kom ekki fram í fréttinni . Hvernig er með demókrata, ætli þar sé sama skipt ingin í „öfgamenn“ og „hófsama“? Talar Ríkis útvarpið mikið um „hófsama demókrata“? Er Obama hófsamur demókrati eða öfgamaður? Ætli það geti verið að demókratar séu kannski bara allir hóf samir en repúblikanar öfgamenn, svona eins og ungling arnir á íslenskum fjölmiðlum eru sannfærðir um að Fox News, sem þeir horfa aldrei á lengur en tvær mín útur í senn og þá með hryllingi, sé hlutdræg haturs stöð, en vinstristöðvarnar, sem þeir treysta svo mæta vel, séu hlutlausar og virtar . Íslenskir fjölmiðlar nefna til dæmis vinstrablaðið New York Times, sem í sextíu ár hefur stutt alla forsetaframbjóðendur demó krata – alla – , aldrei annað en „stórblaðið New York Times“ . Gaman væri að vita hversu lengi það væri að breyt ast ef blaðið hætti að styðja demókrata jafnt og þétt . „VefÞjóðviljinn“, andriki .is, 31 . ágúst 2011 Inngróinn áróður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.