Þjóðmál - 01.09.2011, Side 30

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 30
28 Þjóðmál HAUST 2011 Eignarrétturinn er grunnforsenda fjár-festingar og hagvaxtar . Nauðsynlegt er að réttur allra til eigna sé virtur, bæði af ráð- andi stjórnmálaöflum, embættismönnum og almenningi og hann sé varinn af lögreglu og réttlátum dómstólum . Ástæðan er meðal annars sú að ekki er hægt að ætlast til þess að nokkur endurnýi framleiðslutæki eða ráðist í viðhald eigna sinna á meðan stjórnmálamenn ræða í fullri alvöru um að taka eignirnar af viðkomandi . Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi eignarréttarins og hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort ótryggt og illa skilgreint eignarhald sé sambærilegur orsakaþáttur örbyggðar íbúa þróunarríkja og skortur á menntun og hreinu vatni, sjúkdómar eða náttúruhamfarir . Töluleg gögn sýna að augljóst samhengi er á milli velmegunar þjóða og verndar eignarréttarins . Árlega gefa samtökin International Property Right Index út skýrslu þar sem þeir þættir sem mestu máli skipta við mat á eignarrétti eru skoðaðir . Dæmi um það sem máli skiptir eru gæði dómstóla, lagarammi, almenn virðing fyrir lögum og reglum, spilling og íhlutun stjórnmálamanna . Ofangreind atriði eru metin og fær hvert land einkunn . Niðurstöðurnar eru sláandi eins og sést á 1 . mynd (á bls . 29) . Fjölmargir gera grín að mælikvörðum um efnahagslega velmegun þjóða eins og þjóðarframleiðslu og segja að aðalatriðið eigi að vera „mannlegt“ samfélag, byggt á grunni jafnaðarstefnunnar . Þeir sem hugsa þannig ættu að staldra örlítið við því tölur sýna að sterk tengsl eru á milli fjárhagslegrar vel megunar þjóða og lífslíka ungra barna . Það samband ætti í sjálfu sér ekki að koma nein um á óvart . Sterkur eignarréttur er lykil- stoð velferðar allra . (Sjá 2 . mynd á bls . 29 .) Margir Íslendingar voru aldir upp við góð og kristileg gildi og þekkja því boðorðið, þú skalt ekki stela . Fyrir þeim þarf ekki að rökstyðja eignarréttinn með jákvæðum áhrifum hans á hagvöxt og velmegun eða samhengi hans við tíðni barnadauða . En þau gömlu og góðu gildi eru því miður ekki eins útbreidd og þau ættu að vera . Fyrir mörgum snúast stjórnmál um sífellda og ósvífna baráttu um eignir annarra og sporslur frá hinu opinbera . Slíkum er Lýður Þór Þorgeirsson Hagsæld byggir á eignarréttinum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.