Þjóðmál - 01.09.2011, Page 41

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 41
 Þjóðmál HAUST 2011 39 Þótt Ísland hafi 200 sjómílna efna-hagslögsögu, sbr . lög nr . 41 frá árinu 1979, þá eignast ríkið ekki það víðáttu- mikla hafsvæði, heldur kemst það undir fullveldisrétt íslenska ríkisins . Fullveldisrétt til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi Íslands á þessu svæði og útiloka önnur ríki frá að gera hið sama . Lýð skrum- arar kalla þennan fullveldisrétt ríkisins „þjóðareign“, sem er blekking og orðasukk . Í íslenskri orðabók er orðið „þjóðarauður, þjóðareign“ skýrt sem: „samanlagðar eigur allra borgara ákveðins lands“ . Fullveldiréttur ríkisins nær þannig yfir allar eignir lands- manna bæði einkaeignir og opinberar eignir . Þar sem ríkisvaldið hefur fullveldisrétt yfir öllum eignum í landinu og hegðun fólks, er þessi eignarárátta hins opinbera alveg óþörf . Ríkisvaldið getur komið fram lang flestum stefnumálum sínum innan fullveldisréttarins, sem einungis er tak- mark aður af stjórnarskránni, mannlegri dóm greind og náttúrulegum rétti . Dæmi um merkingarlausa lagareglu er að finna í lögum um stjórn fiskveiða 1 . gr . laga nr . 38 frá 1990: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðarinnar .“ Í þessa lagagrein vantar bæði eign og eig anda . Nytjastofnar geta ekki verið eign . Eng inn á óveiddan fisk í sjónum . Þjóð getur ekki verið eigandi . Í álitsgerð auðlindanefndar árið 2000, á bls . 25, segir: „Vegna þess að þjóðin er ekki lögaðili og þar með bær til að vera eiginlegur eigandi að lögum með sama hætti og ríkið er nauðsyn- legt að kveða nákvæmlega á um það að hand hafar löggjafar- og framkvæmdarvalds, þ .e . Alþingi og stjórnvöld, fari með allar þær eignarréttarheimildir, sem í hinu nýja eignar formi felast í umboði þjóðarinnar . Að öðrum kosti yrði eignarréttur þjóðarinnar merk ing arlaus .“ Ekki er búið að kveða á um þetta ennþá, né veita þetta umboð . Með hugsun auðlindanefndar eru lands- menn í verri stöðu en ólögráða aðili . Í flest- Jóhann J . Ólafsson Af hverju þjóðin á hvorki haus né sporð í fiskveiðiauðlindinni

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.