Þjóðmál - 01.09.2011, Page 44

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 44
42 Þjóðmál HAUST 2011 yrði að bæta fébótum að fullu . Einhver glóra væri í þessu ef kvótahafar fengju að afskrifa kvótann á 20 árum og mynda þannig sjóð til að endurkaupa kvótann . Það er ekki ráðagerðin nú . Hin leiðin er uppboðsleiðin . Setja á kvóta á uppboð . Nú er það svo að kvótaeigendur selja hverjir öðrum kvóta . Ekkert er á móti því að lögjafinn mæli svo fyrir að þessi við- skipti fari fram manna á milli með uppboði . Þá fær seljandinn uppboðsandvirðið . En þetta er ekki meiningin hjá ríkisstjórninni . Fyrst á að taka kvótann bótalaust af eig- andanum og selja honum hann svo aftur á uppboði þannig að andvirðið renni í ríkissjóð . Enn á það við sem vitnað var til hér að framan . „Að innkalla og endurselja kvótana er í raun ómerkilegur þjófnaður“ (Þráinn Eggertsson prófessor) . Þegar ríkið er búið að slá eign sinni á kvót- ana og einoka fiskveiðarnar eins og danski einvaldskonungurinn einokaði Íslands- versl unina og seldi hæstbjóðanda, mun rík- ið bjóða fiskveiðarnar út . Íslendingar verða aftur leiguliðar einokunarvalds eigin ríkis . Þjóðareign ÍSilfri Egils í vor var fullyrt: „Það er maka-laust hvað menn reyna að þvæla með hugtakið þjóðareign . Nú eru ýmsir hlutir í þjóðareign án þess að við drögum það með nokkrum hætti í efa . Handritin, þjóðgarð- ar, Þingvellir, Þjóðminjasafn .“ Þarna eru tekin einangruð ósambærileg dæmi um sérstök svið og reynt að yfirfæra þau á allt þjóðfélagið með blekkingum, mis- túlkunum og rangfærslum . Orðið þjóðar- eign í þessu sambandi er merkingarlaust . Það er hvergi skilgreint og hefur ekkert laga legt gildi . Ef reyna ætti að skýra orðið þjóð ar eign út frá notkun þess í umræðu og deil um síðustu ára, þá liggur beinast við að telja það merkja ríkiseign, sem vilji sé til að kalla eitthvað annað en ríkiseign til að blekkja þá sem eru á móti auknu ríkisvaldi og ríkis-kapítalisma . Hér verður notað orðið ríkiseign yfir það sem kallað er þjóðareign í umræðunni . Handritin eru ekki eign íslenska ríkisins eða þjóðarinnar . Árnastofnun í Kaup- mannahöfn var skipt í tvennt og annar hlut- inn fluttur til Íslands og varðveittur í Stofn un Árna Magnússonar í Árnagarði við Suður- götu í Reykjavík . Um handritin gildir sátt- máli milli Danmerkur og Íslands um flutn- ing á hluta af handritum Stofnunar Árna Magnússonar í Danmörku í vörslu og um- sjón Háskóla Íslands . (2 . gr .l .nr .70/1972) . Tilgangur þessa milliríkjasamnings var ein- mitt sá að komast hjá því að afhenda hand- ritin til eignar íslenska ríkisins eða ís lensku þjóðarinnar þar sem ekki náðist sam komu- lag um það við Dani, sem létu Hæsta rétt Danmerkur fjalla um málið . Handritin eru í umsjá Stofnunar Árna Magnússonar, sem er sjálfseignarstofnun í tveimur löndum . Um Þingvelli giltu lög frá 1928 sem sögðu að Þingvellir séu ævarandi eign ísl . þjóð ar innar . Þessi lög voru numin úr gildi með lögum 2004 . Í 1 . gr . þeirra laga segir að Þingvellir við Öxará séu þjóðgarður . Í 2 . mgr . 1 . gr . segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign ísl . þjóðarinnar . Það má aldrei selja eða veðsetja . Þessi orð verður að líta á sem stefnuyfirlýsingu, því Alþingi 2004 getur ekki bundið hendur Alþingis í framtíðinni fremur en Alþingi 1928 og orðið þjóðareign er óskilgreint . Í 6 . gr . laganna frá 2004 er heimilt fyrir ríkissjóð að kaupa eignir eða taka eignarnámi fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi innan þjóðgarðsins . Um mat á bótum fer eftir lögum um framkvæmd eignarnáms. Þetta staðfestir að þjóðgarðurinn á Þing- völlum er eins og hver önnur eign, sem keypt er með skattfé .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.