Þjóðmál - 01.09.2011, Side 55

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 55
 Þjóðmál HAUST 2011 53 en ekki á neina eggja köku . Skoðunum Istratis voru gerð góð skil í útvarpserindum, sem Guðmundur Hannesson læknaprófessor flutti í janúar 1932 . En önnur bók birtist sama haust og Gerska æfintýrið . Hún hét Þjónusta. Þrælkun. Flótti og var eftir finnska prestinn Aatami Kuortti . Hann hafði þjónað finnskumælandi byggðum í Ingermanlandi, austan við Finnland . Þegar hann vildi ekki gerast flugumaður leyni lög- reglunnar, sem þá hét OGPÚ (síðar KGB), var hann settur í þrælkunarbúðir við Hvíta- haf . Honum tókst að flýja og kom ast til Finnlands, þar sem hann samdi bók um reynslu sína . Málgagn sósíalista, Þjóðvilj inn, sagði háðslega, að Kuortti hefði „komið á ís- lensku ofsóknarhistoríu sinni“ . Eftir stríð urðu Finnar að gera ýmislegt til að þókn ast Kreml- verjum, og var þá bók Kuorttis fjar lægð úr öllum bókasöfnum . Til er eintak af bók inni í Landsbókasafni . Það er úr safni Þórbergs Þórð arsonar, sem var þó dyggu r stalínisti til æviloka . Myndina af hinum finnska presti fékk ég hjá syni hans, Jorma Kuortti . Benjamín Eiríksson og félagar hans Tuttugusta öldin var tími bjartra vona, sem margar brugðust . En sumir höfðu karl mennsku og kjark til að viðurkenna, þegar þeir höfðu lagt út á ranga braut, þar á meðal þeir Arnór Hannibalsson og Benjamín Eiríksson . Hver voru viðbrögðin við varfærnislegri gagn rýni þeirra á Ráðstjórnarríkin, á meðan þeir töldu sig enn sósíalista? Þeim var útskúfað . Um 1940 gekk einn sósíalistinn, Jón Rafnsson, upp að Benjamín á götu og hvæsti: „Skrifaðu! Við lesum það ekki .“ Upp úr 1960 höfnuðu öll blöð og tímarit sósíalista, Réttur, Tímarit Máls og menningar og Þjóðviljinn, greinum Arnórs . Ein myndin í bók minni vekur hugboð um þessa sviptingasömu öld . Hún er af fimm ung um mönnum, skólabræðrum frá Akureyri, á síld á Siglufirði sumarið 1930 . Þeir eru Hall grímur Hallgrímsson, Nikulás Einars son, Benjamín Eiríksson, Snorri Þrír sem sögðu sannleikann . Frá vinstri Arnór Hannibalsson heimspekiprófessor, finnski presturinn Aatami Kuortti og Anton Karlgren, prófessor í slavneskum fræðum í Kaup mannahafnarháskóla .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.