Þjóðmál - 01.09.2011, Page 59

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 59
 Þjóðmál HAUST 2011 57 löndum eru vaxandi efa semdir um að unnt sé að búast við jafnvægi og stöð ug leika í fjöl- menningarsamfélögum . Snemma á þessu ári (10 . febrúar) gagnrýndi Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fjöl menningarleg mark- mið með þeim orðum að í þeim fælist alltof mikið tillit til þeirra sem flyttust til ákveðins lands en ekki næg áhersla á sérkenni og menningu þess lands sem tæki á móti þeim . Hugtakið fjölmenning lýsti einhverju sem hefði misheppnast . David Cameron, forsætisráðherra Breta, flutti 5 . febrúar 2011 ræðu á öryggisráð- stefnu í München þar sem hann taldi mesta hættu steðja að Bretum vegna hryðjuverka . Þar sagði hann meðal annars: Samkvæmt kenningunni um ríkisboðaða fjöl menningu höfum við hvatt fólk með ólíkar menningarrætur að hlú hver að sínum rótum, út af fyrir sig og án þess að tengjast meginstraumi samfélagsins . Okkur hefur mistekist að birta fólkinu sýn á samfélag sem það hefur áhuga á að tengjast . Við höfum meira að segja leyft þessum sérgreindu þjóðfélagshópum að haga sér á þann hátt að framganga þeirra gengur í berhögg við okkar eigin gildi . Þá má einnig vitna til sambærilegrar gagn- rýni frá Angelu Merkel, kanslara Þýska lands, John Howard, fyrrverandi forsætisráð herra Ástralíu, og José Maria Aznar, fyrr ver andi forsætisráðherra Spánar . Í stuttu máli má segja að meðal forystu- manna borgaralegra stjórnmála flokka, hægra megin við miðju stjórnmál anna, gæti vax andi gagnrýni á að ríkisvaldið beiti sér fyrir stefnu í þágu fjölmenningar . Þeir sem halla sér til vinstri í stjórnmál- um eru jafnframt hallari undir þá skoðun að rík is rekin fjölmenningarstefna beri árang ur . Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi formaður þing flokks Samfylkingarinnar, segir í grein í Frétta blaðinu 5 . ágúst 2011 að samstaða Norð manna gegn ofbeldi og illsku Breiviks sé til eftirbreytni . Hún gefi okkur „von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd“ . Norsk stjórn völd hafi valið erfiðu leiðina með við brögð um sínum, hún bjóði ekki „upp á barna legt andvaraleysi um öflin“ sem þrífist í sam félögum okkar . Þórunn segir að „andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta“ þrífist alls staðar . Líka á Íslandi . Það sé óþægileg staðreynd sem hvorki megi mæta með tómlæti eða afneitun . Verkefni okkar allra sé „að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu . Það gerum við m .a . með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn,“ segir þingflokksformaðurinn . Danskur sóknarprestur tekur til máls Danir deila um gildi fjölmenningar eftir atburðina 22 . júlí í Noregi . Grein eftir Sørine Gotfredsen, 44 ára sóknarprest í Jesúskirkjunni í Valby og blaðamann, sem birtist á vefsíðunni Berlingske.dk að kvöldi 29 . júlí, viku eftir ódæðisverkin í Noregi, og sem miðopnugrein í Berlingske Tidende laugardaginn 30 júlí vakti mikil og sterk viðbrögð . Athugasemdir við greinina á vef- síð unni skiptu þúsundum . Fyrirsögn grein- arinnar var: Notum Anders Breivik á réttan hátt . Þar sagði: Síðasta mikla hryðjuverkið hefur eink um afleiðingar í Noregi en það hefur einnig gildi fyrir umræður hér í Danmörku . Blóðugur verknaður Anders Breiviks fellur af þunga inn í umræður í Danmörku og til hans er vitnað í rökræðum af hálfu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.