Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 60

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 60
58 Þjóðmál HAUST 2011 þeirra tveggja hópa sem hafa í marga áratugi tekist á um fjölmenningarþró- unina . Sú þróun snertir okkur öll því að fyrirbrigðið mótast af hugmyndafræði og viðhorfi til manneskjunnar, annar hópurinn lýsir fjölmenningarsamfélaginu sem fallegri framtíðarsýn um hinn góða, umburðarlynda og víðsýna mann en hinn hópurinn telur um hreina staðleysu (útópíu) að ræða . Þar að auki hættulega staðleysu sem geti leitt til ofbeldis og langvarandi stríðs vegna mjög ólíkra trúarlegra og menningarlegra viðhorfa . Báðir hópar geta notað Breivik til stuðnings málstað sínum og gera það nú þegar . Fjölmenningarsinnarnir hafa þannig haldið því fram að hinir þjóðernissinn- uðu á hinum borgaralega væng hafi lagt sitt af mörkum til að skapa mann eins og Breivik með orðfæri sínu og gagnrýni á íslam . Samtímis birtist hjá þessu sama fólki ótrúlegur skortur á innsæi, þegar lesa má í leiðara Politikens: „Undrandi og varnarlaus verðum við að spyrja: Hvaðan í ósköpunum kemur allt þetta hatur?“ Þetta er mjög skýr spurning sem í fáum orðum bregður ljósi á eitt hinna miklu vandamála sem sem rekja má til komu múslíma til landsins . Það er einfaldlega staðreynd að ýmsar stefnumótandi raddir hafa aldrei í alvöru viðurkennt hve erfitt er að hræra menningarstraumum saman og þess vegna spyrja þær undrandi eftir atburði eins og þann sem gerðist á dögunum: Hvers vegna hagar fólk sér svona? Undan því verður þó ekki vikist að við vitum vel hvers vegna þetta gerist . Þegar allur hinn prúði flokkur manna sem dreymir um fjölmenningarlega framtíð heldur því fram að hatrið spretti af orðræðunni og grófum alhæfingum staðfestir hann aðeins hve mikla andstöðu hann sýnir enn við að skilja hinn sanna kjarna vandans . Í hópnum, sem hyllir fjölmenninguna, er ótrúlega erfitt fyrir fólk að velta því í alvöru fyrir sér hvort þróun líðandi stundar sé hin rétta og þess í stað er gripið til alkunnra aðferða . Fordæmingu á tóninum í umræðunni og kröfu um meira umburðarlyndi . [ . . .] Hatrið stafar af samfélaginu sem við erum sjálf að skapa á líðandi stundu . Öfgarnar verða til vegna þess að innflutningur fólks vekur þá tilfinningu að eigin tilvist sé ógnað . Það er auðvelt að segja að þetta sé frumstæð og móðursjúk afstaða, hún er hins vegar staðreynd og það ber að líta hana alvarlegum augum . Þegar Anders Breivik hafði sagt skilið við hið pólitíska kerfi ákvað hann að grípa til afdrifaríkari aðgerða, vafalaust munu fleiri feta í spor hans af því að þeir hafa sömu tilfinningu og hann, að vera í fangi þingmanna sem taka á hverju vandamáli eftir öðru með því að opna faðm sinn enn meira . Þeim sem hylla fjölmenninguna er ótrúlega erfitt að velta því í alvöru fyrir sér hvort þróunin nú sé rétt, í staðinn grípa menn til gamalkunnra aðferða . Tónninn í umræðunni er fordæmdur og óskað er eftir meira umburðarlyndi . [ . . .] Anders Breivik [ . . .] hafnar kenn- ingunni um hinn menningarlausa mann og verður sjálfur ógnvænlega raunveru- legur . Bæði í hugsun og gjörðum . Hann verður að manni sem vill stöðva hinn eilífa afslátt af því sem er undirstaða okkar sjálfra og snýst þess vegna til varnar . Þar með bregður hann ljósi á að í fyrsta lagi er lífshættulegt að grafa undan menningarlegri sjálfsvitund fólks og í öðru lagi að ýmis mynstur úr mann- kynssögunni endurtaka sig . Í þessu tilviki birtist það í því að Breivik gengur einnig fram eins og kristinn riddari úr krossferðum fyrri daga . Tímarnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.