Þjóðmál - 01.09.2011, Side 67

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 67
 Þjóðmál HAUST 2011 65 Höfundur þessarar greinar er ekki haldinn spádómsgáfu umfram aðra, og þess vegna má ekki líta á eftirfarandi sem tilraun til spádóms . Hér er fremur á ferðinni tilraun til framsetningar á því, sem höfundur telur æskilega þjóðfélagsþróun og gerlegt að ná um miðjan nýhafinn annan áratug nýrrar aldar . Utanríkismál Er þetta er ritað, snemmsumars 2011, eru að hefjast formlegar viðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) um aðildarskilmála Íslands að ESB . Ekki þarf að hafa mörg orð um aðdraganda þessara viðræðna, svo ógæfulegur sem hann var . Í raun má segja, að Alþingi hafi verið blekkt af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til að samþykkja umsókn um aðild á fölskum for sendum . Málflutningur talsmanna þessara stjórnmálaflokka sumarið 2009 ein kenndist af þokukenndu hjali um könn unarviðræður, þar sem ganga skyldi úr skugga um það, sem á boðstólum væri Íslandi til handa í Brüssel . Þetta var aldrei í spilum framkvæmdastjórnar ESB, eins og margsinnis var bent á, og það hefur s .k . rýnivinna síðan leitt í ljós . Einnig var slegið á þær nótur, að með viðræðunum væri brotizt út úr stjórnmálalegri einangrun Íslands, sem gert var töluvert úr í kjölfar bankahrunsins í október 2008 . Þessi málflutningur sló tóninn fyrir það, sem koma skyldi, en þingi og þjóð hefur verið haldið óupplýstum um gang viðræðnanna, og skipulag þeirra virðist hafa verið mjög losaralegt, því að þingmenn koma ekki að mótun samningsmarkmiða, og hagsmunamál Íslands, t .d . í sjávarútvegi og landbúnaði, virðast liggja í láginni . Utan- ríkisráðherra virðist ætla að smygla landinu inn í ESB, eins og kerlingin kom sálinni hans Jóns síns inn fyrir Gullna hliðið . Ísland var í raun sett í aðlögunarferli að lögum og reglum ESB með umsókninni samkvæmt reglum ESB, sem sniðnar voru við Austur-Evrópuríkin . Meirihluti Alþingis er á móti því að leggja fé og fyrirhöfn í þetta ferli og meirihluti þjóðarinnar sömuleiðis . Blasir við nú, árið 2011, að þessum fjármunum er kastað á glæ, því að aðild Íslands að ESB er steinbarn Samfylkingarinnar og nokkurra meðreiðarsveina hennar . Árið 2015 munu þing og þjóð hafa kveðið upp úr um þetta í atkvæðagreiðslu . Samfylkingin og taglhnýtingar hennar í VG og í öðrum stjórnmálaflokkum verða þar með gerðir afturreka með aðaláhugamál sitt, sem hentar eylandi í Norður-Atlants- Bjarni Jónsson Ísland árið 2015

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.