Þjóðmál - 01.09.2011, Page 72

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 72
70 Þjóðmál HAUST 2011 á árinu 2020 á kaupmáttur almenn ings að fara fram úr því, sem var fyrir hrunið 2008 . Sá er hins vegar munurinn, að kaupmátturinn 2007 stóð á brauðfótum rangrar gengisskráningar á grund velli erlendra lántaka, en árið 2020 mun hann standa traustum fótum, þ .e . á eins konar gullfæti strangrar hagfræðilegrar efnahagsstjórnunar og markaðshagkerfis . Öðru vísi fær þetta litla hagkerfi ekki staðizt ólgusjó alþjóðlegra hagsveiflna . Eftirmáli Framangreint er ekki skýjaborgir, held-ur raunhæfar hugmyndir um viðreisn hagkerfis, sem verður leyst úr klaka- böndum hafta og forræðishyggju með svipuðum hætti og á 7 . áratug 20 . aldar- innar á Íslandi . Þá tók við af vinstri stjórn markaðssinnuð ríkisstjórn, sem gjör breytti hagkerfinu með innleiðingu mark aðs- lausna . Lykilmál fyrir Íslendinga nú er að vaxa út úr vandanum, þ .e . að skapa aðstæður fyrir öflugan og stöðugan hag - vöxt til að ráða við skuldavandann án þess að draga þjóðfélagið niður í svaðið með niðurs kurði, sem hamlar hagvexti . Allar grunnforsendur eru fyrir hendi til þess, öfugt við það, sem þjóðir evrusvæðisins í vanda búa við . Frjálst einkaframtak og sjálf- stæð mynt er grundvöllur góðs árangurs . Með því að nýta frelsi sitt og fullveldi geta Íslendingar siglt fram úr flestum öðrum þjóðum og orðið á meðal þriggja tekjuhæstu þjóða Evrópu um 2020 . Þá ríður hins vegar á að setja skynsemina í öndvegi og að beita beztu þekkingu, sem fyrir hendi er, á öllum sviðum þjóð- félagsins . Allir vinna! Um daginn var hér [sjá bls . 33 í þessu hefti] lagt fram lítið dæmi um iðnaðar- mann sem stendur frammi fyrir því að bæta við sig verki upp á 100 þúsund krónur . Það var niðurstaðan úr þessu dæmi að hann héldi eftir 35% af greiðslunni en 65% færu í virðisaukaskatt, tryggingagjald, tekjuskatt og lágmarksframlag í lífeyrissjóð . Því til viðbótar á hann á hættu að barna- og vaxtabætur skerðist . Að því loknu gæti staðið innan við fjórðungur eftir . Er að undra að mönnum þyki freistandi að sleppa því að taka Steingrím, Indriða og Jóhönnu með í reikninginn? Það kemur ekki á óvart að iðnaðarmenn bjóði 20 til 50% afslátt af uppsettu verði með virðisaukaskatti haldi menn þremenning - unum utan við málið . En eins og svo oft í viðskiptum þá þarf að minnsta kosti tvo til . Þeir sem kaupa þjón- ustuna þurfa einnig að afla tekna til að greiða fyrir hana . Maður bætir við sig vöktum hjá þýð ing ar- þjónustu utanríkisráðuneytisins . Hann situr sveittur við fram á kvöld og snarar til skipunum um lestarferðir, vínrækt og nautaat og þiggur 195 þúsund krónur fyrir . Af þeim greiðir hann allt að 46,21% í tekjuskatt . Eftir lífeyrisgjöld fær hann um 100 þúsund krónur útborgaðar . Ef hann greiðir iðnaðarmanninum 100 þús und krónurnar fyrir viðvikið fara sem áður segir 65% í skatt og annan lögboðinn frá drátt . Af 195 þúsund krónunum enda 35 þús und hjá iðnaðarmanninum . Til að eiga fyrir 35 þúsund krónum handa iðnaðarmanni þurfa menn að bæta við sig 195 þúsund krónum í laun . Allir vinna . „VefÞjóðviljinn“, andriki .is, 9 . ágúst 2011 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.