Þjóðmál - 01.09.2011, Side 87

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 87
 Þjóðmál HAUST 2011 85 Greina verður á milli þess að styðja griða- samning Stalíns og Hitlers og þess að fylgja fyrirmælum Komintern frá 9 . sept emb er 1939 . Það er augljóst að auðveldara hefur verið að kyngja griðasáttmálanum og þeim afsökunum sem fylgdu honum en að verja Hitler . Það sýnir málflutningur Þjóðviljans fyrstu dagana í september . Hvað sem því líður er ljóst að „stutta tesan“ og boðskapur hennar fór alls ekki framhjá íslenskum sósíalistum . Hins vegar voru kommúnistar ekki í aðstöðu til þess að hrinda tesunni í framkvæmd af fullu afli strax . Þeir voru ekki einir í flokki sínum . Héðinn Valdimarsson og fylgismenn hans voru enn valdamiklir í Sósíalistaflokknum . Þeir voru jafnframt ósáttir við málflutning Þjóðviljans og styttist nú í uppgjör á milli þeirra arma sem stofnað höfðu flokkinn 1938 . Þótti Héðinsmönnum sem of mikið hefði verið fjallað um ágæti og visku Sovétríkjanna þessa fyrstu daga stríðsins . Lagði Héðinn Valdimarsson á það mikla áherslu að flokkurinn reyndi að forðast utanríkismál og einbeita sér að innanlandsmálum . Sú von Héðins rættist ekki . Benjamín Eir íks son, hagfræðingur, og fyrrum félagi í Komm únista flokknum, var ósáttur við fram gang Ráðstjórnarríkjanna . Hann skrif- aði grein í Þjóðviljann þar sem hann gagn- rýndi þau og sagði meðal annars að hér hefði orðið mikil stefnubreyting hjá Sovét- stjórn inni í utanríkismálum . Áður hefðu hags munir sósíalismans ráðið þar för en nú væru einungis hagsmunir Sovétríkjanna teknir til greina .26 Brynjólfur Bjarnason, sem nú var formaður miðstjórnar Sósíalista- flokksins, svaraði grein Benjamíns í langri grein þar sem staðhæft var að hagsmunir Sovétríkjanna væru vissulega hagsmunir sósíalismans og enginn munur gæti verið þar bls . 90 . – Sjá einnig Þór Whitehead: „Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar“, Saga XIX (1980), bls . 309-311 . 26 „Ræða Molotoffs .“ Þjóðviljinn 21 . október 1939 . á .27 Jafnframt var Benjamín veitt áminning fyrir stórkostlegt agabrot en hann hafði ákveðið auk greinarinnar að gefa út bækling með skoðunum sínum um Sovétríkin og stríðið .28 Það virtist lægja yfir og Héðinn Valdimarsson og Brynjólfur Bjarnason skrifuðu saman grein í Þjóðviljann sem fagnaði ársafmæli Sameiningarflokks alþýðu – Sósíal ista flokksins hinn 24 . október 1939 . Héðinn áréttaði það í grein tveimur dögum síðar að flokkurinn ætti að einbeita sér að innan landsmálunum .29 Von Héðins um að hægt yrði að einbeita sér að innanlandsmálum fauk út í veður og vind þegar Sovétríkin réðust á Finnland í lok nóvember 1939 . Hann lagði til við miðstjórn Sósíalistaflokksins að flokkurinn myndi fordæma innrás Rússa og lýsa yfir stuðningi við finnsku þjóðina . Sigfús Sigurhjartarson, annar ritstjóri Þjóðviljans, sem hafði komið með Héðni í flokkinn, stakk upp á að Þjóðviljinn yrði hlutlaus í umfjöllun um Finnlandsstríðið . Hann hafði borið fram sams konar tillögu þegar griðasamningurinn var gerður og Héðinn taldi reynsluna af hlutleysi Þjóðviljans þá ekki góða . Héðinn vann þó atkvæðagreiðsl- una í miðstjórn með 6 atkvæðum gegn 5, en einn af miðstjórnarmönnum kommúnista, Þorsteinn Pjetursson verkamaður, snerist þar á sveif með Héðinsmönnum . Komm- únistar voru þó ekki af baki dottnir og létu vísa málinu til flokksstjórnar Sósíalistaflokksins þar sem hlutleysistillaga Sigfúsar var samþykkt . Ákvað Héðinn þá að segja sig úr flokknum og fylgdu honum þeir fimm fylgismenn hans sem sátu í miðstjórn Sósíalistaflokksins .30 Við klofninginn fengu kommúnistar völdin í flokknum . 27 „Utanríkisstefna Sovétríkjanna“ Þjóðviljinn 22 . október 1939 . 28 Þór Whitehead: Milli vonar og ótta, bls . 62-63 og 65-67 . 29 „Sósíalistaflokkurinn ársgamall“ Þjóðviljinn 24 . október 1939 . – „Heimsviðburðirnir“ Þjóðviljinn 26 . október 1936 30 Þór Whitehead: Milli vonar og ótta, bls . 67-68 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.