Þjóðmál - 01.09.2011, Page 90

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 90
88 Þjóðmál HAUST 2011 hlutleysi hinna marglofuðu frænda okkar á Norðurlöndum .“52 Hverjar eru ástæður þess að sósíalistar lögðu svona mikla áherslu á baráttu gegn Bretum? Þjóðviljinn sagði að þjóðernislegar ástæður væru að baki baráttunni . Þjóðstjórnin væri að gera þjóðina þýlynda gagnvart Bretum svo auðveldara væri að „halda henni [þjóðinni] rólegri undir oki brezka og íslenzka auðvaldsins .“53 Þessa stundina væri Ísland „firrt þeirri hættu, sem sjálfstæði þess stafar af þýzka auðvaldinu fyrst um sinn . . .“ og því væri ástæða til þess að berjast gegn ásælni þess brezka .54 Sósíalistar og Þjóðviljinn hlytu að „einbeita sér gegn því auðvaldi, sem á hverjum tíma er hættulegast íslenzku alþýðunni, og fræða alþýðuna einmitt um kúgun þess, baráttuna gegn því, og hverjir séu bandamenn hennar í þeirri frelsisbaráttu .“55 Það vildi þó svo heppilega til fyrir íslensku sósíalistana að Sovétríkin lutu sömu lögmálum og verkalýðurinn íslenski . Verkalýðsríkið varð að beita sér gegn þeim hluta auðvaldsins sem væri hvað hættulegastur ríkinu og um þessar mundir einbeittu Sovétríkin sér „gegn því enska, sem reyndist ósáttfúsast gegn Sovétríkjunum“ .56 Hagsmunir Ráðstjórnar ríkjanna virðast því hafa átt ágætan þátt í afstöðu sósíalista . Nauðsynlegt þótti á þessum miklu óvissutímum að fá leiðsögn frá Komintern og fór Kristinn E . Andrésson í miðjum apríl 1940 til fundar í Moskvu við fulltrúa alþjóðasambandsins sem hefur verið fjallað um í að minnsta kosti tveimur bókum .57 Þar talaði Kristinn við Wilhelm Florin 52 „Barátta allra gegn öllum“, Þjóðviljinn 11 . apríl 1940 . 53 „Íslenzkur þjóðarmetnaður og undirgefni við Bretann“, Þjóðviljinn 3 . mars 1940 . 54 „Á Ísland að reka sjálfstæða utanríkispólitík“, Þjóðviljinn 8 . mars 1940 . 55 „Þjóðviljinn og stórveldapólitík Evrópu“, Þjóðviljinn 28 . mars 1940 . 56 „Bardagaaðferð sósíalista“, Þjóðviljinn 14 . apríl 1940 . 57 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . – Arnór Hannibalsson: Moskvulínan (Reykjavík, 1999), bls . 155-159 . og gaf ítarlega skýrslu um ástandið á Íslandi .58 Töluðu þeir um mestallt það er gerst hafði á Íslandi frá styrjaldarbyrjun, þar á meðal klofning Sósíalistaflokksins og Finnagaldurinn . Florin minntist á að velgengni Finnagaldursins væri merki þess að ekki hafi verið nægilega útskýrt innan flokksins að ensk-franska stríðsblökkin væri árásaraðilinn í stríðinu, sem vildi snúa Þjóðverjum gegn Sovétmönnum . Kristinn svaraði því til að til þess að viðhalda einingunni í flokknum hefði verið nauðsynlegt að taka upp hlutleysisstefnu að hætti Héðins Valdimarssonar og að því hafi lítið verið skrifað í blaðið um þessi mál . Hins vegar hafi mjög margt verið gert í febrúar og mars 1940 til þess að útskýra pólitík Ráðstjórnarríkjanna í Þjóðviljanum .59 Þessi lýsing á atburðunum kann að virðast skrýtin í ljósi þess að stuðningsmönnum Héðins fannst lítið fara fyrir hlutleysi Þjóðviljans . Hún sýnir hins vegar að vera Héðins í flokknum hindraði það að mati kommúnista að hægt væri að fara í einu og öllu eftir óskum Komintern . Hernám Hinn 10 . maí 1940 var Ísland hernumið af Bretum . „Brezkur her réðst á Ísland í gær, hertók Reykjavík og nágrenni .“60 Með þessari fyrirsögn hófst sambúðarsaga Þjóðviljans og breska setuliðsins . Í leiðara 11 . maí 1940 sagði: „Með valdi hins sterka hefur brezkur her ráðist inn í land vort, rofið hlutleysi þess, troðið sjálfstæði vort undir fótum .“61 Nú þyrfti hver Íslendingur að sýna það að þeir „verðskuldi að vera frjáls 58 Lbs 5228 4to a . 495-15-105 „Bericht des Genossen Andresson über die Lage in Island .“ Hér eftir „Bericht des Genossen Andresson .“ 59 „Bericht des Genossen Andresson“, bls . 29-30 . – Sjá einnig Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 157 . 60 „Brezkur her“, Þjóðviljinn, 11 . maí 1940 . 61 Sama heimild .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.