Þjóðmál - 01.09.2011, Page 93

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 93
 Þjóðmál HAUST 2011 91 því að handtaka þá sem stóðu að málinu, og voru alls sjö kommúnistar handteknir og afhendir íslenskri lögreglu . Tveir hinna handteknu, Eggert Þorbjarnarson og Hallgrímur Hall grímsson gengust við því að hafa samið bréfið og þýtt það á ensku . Einar Olgeirsson segir í ævisögu sinni að þeir hafi tekið á sig þá sök til þess „að firra Sósíalistaflokkinn því að farið væri að rannsaka málið frekar . . . .“80 Þegar málið fór fyrir dómstóla, voru ritstjórar Þjóðviljans, Einar og Sigfús Sigur- hjartarson ákærðir ásamt 8 öðrum mönnum, þar sem Þjóðviljinn hefði tekið málstað þeirra í dreifibréfsmálinu . Eggert og Hallgrímur voru dæmdir í átján mánaða fangelsi hvor og sviptir borgaralegum réttindum, þ .e . kosn- inga rétti og kjörgengi, en Hæsti réttur stytti dóm þeirra í 15 mánuði . Tveir aðrir sem dreift höfðu bréfinu, Ásgeir Pétursson og Eðvarð Sigurðsson voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og ritstjórarnir Einar og Sigfús fengu þriggja mánaða fangelsi hvor, fjórir hinna ákærðu voru sýknaðir . Þjóðviljinn lýsti þessum dómi sem svo að réttarríkið hefði verið afnumið og íslenskir dómstólar ákveðið að verða „handbendi valdhafanna .“81 Ekki er unnt að taka undir þau orð Þjóðviljans. Einar Olgeirsson talar um í æviminningum sínum að Bretar hafi lagt á það áherslu að dómsúrslit yrðu í samræmi við alvöru brotsins, ella yrðu þeir að taka málið til sinna eigin ráða .82 Hins vegar kemur fram í fundargerðum utan- ríkismálanefndar Alþingis að Hermann Jónas son, forsætisráðherra taldi ófært að ganga að þeim skilyrðum þar sem það myndi binda hendur dómstólanna sem væri óhæfa .83 80 Einar Olgeirsson: Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls . 97-99 . 81 „Fjórir Íslendingar sviptir borgaralegum réttindum“, Þjóðviljinn 16 . febrúar 1941 . 82 Einar Olgeirsson: Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls . 101-102 . 83 Alþ. 203 . fundur utanríkismálanefndar, 8 . janúar 1941 . Á sama fundi utanríkismálanefndar, hinn 8 . janúar 1941, spunnust miklar um- ræður um málið, þar sem einkum var rætt um lagalegar hliðar þess að banna Sósíal- istaflokkinn og málgögn hans . Nefndin sam þykkti að lokum tvær tillögur . Hin fyrri vék að því láta fela tveimur til þremur lög- fræðingum að rannsaka Þjóðviljann „er út hefir komið síðustu mánuðina, og gera álit um, hver af ummælum blaðsins varði við lög .“ Hin seinni hljóðaði svo: Utanríkismálanefnd beinir því til ríkisstjórnarinnar, að hún láti fara fram gagngerða lögfræðilega rannsókn á því, hvort það muni samrýmanlegt íslenskum stjórnskipunarlögum, að banna með löggjöf stjórnmálaflokk, öll störf hans og útgáfustarfsemi, og tryggja það einnig, að sama hreyfing geti ekki hafið starfsemi á ný undir nýjum nöfnum og formum .84 Var greinilegt að dreifibréfsmálið hafði hrist vel í ráðamönnum þjóðarinnar sem óttu- ð ust það helst að herinn færi að grípa inn í mál Sósíalistaflokksins ef Íslendingar að- hefðust ekkert . Eftir dreifibréfsmálið hertu sósíalistar mjög árásir á Breta . Steinn Steinarr birti til dæmis þetta kvæði í Rétti í mars 1941 og spáði þar fyrir um endalok breska heimsveldisins: Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór, og enginn kom að verja málstað þinn . Ó græna jörð, þar Shakespear forðum fór til fundar við hinn leynda ástvin sinn . Þú brennur upp, þér gefast engin grið, og gamalt bál þú hefur öðrum kynt . Ó, lát þér hægt, þó lánist stundarbið, að lokum borgast allt í sömu mynt . Og jafnvel þó á heimsins nyrztu nöf þú næðir þrælataki á heimskum lýð, 84 Sama heimild .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.