Þjóðmál - 01.12.2013, Page 6

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 6
 Þjóðmál VETUR 2013 5 Ég man að þegar Halldóra var að hjálpa mömmu að klæða Áslaugu systur í kápuna, fannst henni hún klaufaleg við það og afsakaði sig með því að hún væri óvön að klæða litlar dömur! Mörgum áratugum seinna talaði maður nokkur á fjölmennum fundi Kaup manna- samtaka Íslands á Hótel Sögu og gat þess meðal annars í ræðu sinni að Bolungarvík væri líklega eina bæjarfélagið á landinu þar sem kaupfélag hefði ekki þrifist . Þá var ég varaformaður samtakanna . Ég var næstur á mælendaskrá og hóf mál mitt á því að upplýsa fundarmenn um að ástæða erfiðleika á rekstri kaupfélags í Bolungarvík væri trúlega sú að þar hefðu aldrei verið óvinsælir kaupmenn . * Hátindur jólanna, þegar ég var að alast upp, var jólatrésskemmtunin sem Hjálpræðisherinn á Ísafirði hélt í Stúku- húsinu í Bolungarvík á þrettándanum, 6 . janúar . Þrátt fyrir að það kostaði sjötíu og fimm aura fyrir börn á skemmtunina tókst okkur systkinunum furðu oft að komast á þessa ógleymanlegu hátíð . Við hrifumst af stóra jólatrénu með rafmagnskertunum, öllu fallega skrautinu og konunum sem spiluðu á banjó og gítar . Þær kenndu okkur fallega söngva og léku með alls konar handa hreyf- ingum um leið . Við krakkarnir í Bolungar vík sungum þessa söngva í langan tíma á eftir . Ennþá man ég nokkra af þessum söngvum . Á himni hjá Jesú mun ég hvít klæðin fá, kórónu á höfuðið og gullhörpu slá — var sungið með tilheyrandi handa hreyf- ingum . Þessi söngur var líka vinsæll: Jesús kastaði öllum syndum mínum bak við sig, og ég sé þær aldrei meir . Eins og austrið er frá vestri eru þær fjarri mér, og ég sé þær aldrei meir . E in af jólabókunum í ár er Bernskudagar, æsku minn- ingar Óskars Jóhannssonar fyrr- verandi kaupmanns í Sunnu- búðinni . Óskar fæddist í Bolungarvík árið 1928 . Hann missti föður sinn ungur og móðir hans þurfti einsömul að ala önn fyrir stórum barnahópi . Sex ára gamall fór Óskar að vinna fyrir sér á sumrin í sveit hjá ókunnugum . Þar kynntist hann vel aldagömlum vinnubrögðum og striti kynslóðanna á Íslandi . Tólf ára flutti hann að heiman — til Reykjavíkur þar sem hann haslaði sér völl sem blaðasali hjá útlendu hermönnunum sem höfðu lagt undir sig borgina . Bernskudagar er einstaklega nærfærin þroskasaga drengs og lýsing á lífsháttum fátæks alþýðufólks fyrr á tíð .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.