Þjóðmál - 01.12.2013, Side 12

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 12
 Þjóðmál VETUR 2013 11 spurning ætti að brenna á vörum allra sem vilja efla og styrkja flokkinn . IV . Svarið við spurningunni snertir þrjá meginþætti . Í fyrsta lagi sundrungu í borgar stjórn- ar flokki sjálfstæðismanna . Að borgar full- trúunum skuli hafa mistekist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu til nýs aðalskipulags Reykjavíkur sýnir dæmalaust forystuleysi innan hópsins . Fyrsta skrefið til að efla traust annarra á einhverjum hópi er að hópurinn sjálfur sé samstiga . Þetta er svo einfalt lögmál að einkennilegt er að sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli hafa vikið því til hliðar . Málamiðlun innan flokksins um þetta mál er lykillinn að því að honum sé treyst . Í öðru lagi hefur borgarstjórnarflokkurinn fráfarandi ekki gert upp við REI-hneykslis- málið á fullnægjandi hátt . Yfir flokknum í Reykjavíkur hvílir skuggi af því hvernig staðið var að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir að sjálfstæðismenn mynduðu meiri- hluta í borgarstjórn eftir kosningarnar 2006 . Innan flokksins í Reykjavík er kjarni sem bregst ókvæða við í hvert sinn sem vakið er máls á REI-hneykslinu . Ofsaleg viðbrögðin sýna ekki annað en hræðslu við að málið sé brotið til mergjar . Þessi veikleiki smitar út frá sér innan flokksins í höfuðborginni . Í þriðja lagi hefur kjörnum fulltrúum sjálf stæðismanna mistekist að sýna og sanna hve fráleitt sé að Jón Gnarr hafi verið góður borgarstjóri . Hann nýtur vinsælda og látið er með hann eins og störf hans snúist ekki um stjórnmál heldur eitthvað annað og þess vegna hafi hann sannað hve stjórnmála menn séu ómögulegir! Staðreynd er að eftir Jón Gnarr liggur ekkert annað en honum tókst að verða borgarstjóri án þess að geta gegnt embættinu á þann veg sem sæmir kjörn um fulltrúa . Hann hefur forðast að ræða mál við borgarbúa og þá sjaldan sem hann gerir það og fær erfiðar spurningar lætur hann í veðri vaka að hann sæti einelti eða hann gerir lítið úr sjónarmiðum almenn ings eins og svör hans um söfnun undir skrifta í þágu flugvallar í Vatnsmýrinni sýna . Af því sem blaðamenn Morgunblaðsins hafa skrifað frá eigin brjósti og undir nafni á 100 . afmælisári blaðsins hefur komið mest á óvart hvernig þeir hafa skrifað um Jón Gnarr og hælt honum með innantómum slagorðum á lokasprettinum . Þessi skrif eru í andstöðu við kröfur blaðsins til borgarstjóra allan tímann sem blaðið hefur birst lesendum sínum . Morgunblaðið studdi borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins í gegnum þykkt og þunnt og lét aldrei bilbug á sér finna . Nú þegar embætti borgarstjóra var breytt í stökkpall vegna einhvers annars en stjórnar á borgarmálum keppast blaðamenn við að bera lof á uppistandararann . Skyldi þeirra áhrifa hafa gætt í prófkjöri sjálf- stæðis manna? A f því sem blaðamenn Morgunblaðsins hafa skrifað frá eigin brjósti og undir nafni á 100 . afmælisári blaðsins hefur komið mest á óvart hvernig þeir hafa skrifað um Jón Gnarr og hælt honum með innantómum slagorðum . . . Þessi skrif eru í andstöðu við kröfur blaðsins til borgarstjóra allan tímann sem blaðið hefur birst lesendum sínum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.