Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 22

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 22
 Þjóðmál VETUR 2013 21 og teikningar . Meðal þessara teiknivéla var camera obscura og camera lucida .* X Camera lucida Sagt er að enski læknirinn og lífeðlis-fræðingurinn William Wollaston [1766–1828] hafi fundið upp camera lucida sem var afsprengi annarra tækja hans sem m .a . voru notuð við mælingar í steina fræði . Camera lucida er gerð af grönnu röri eða pípu í þremur hlutum, sem lengja má og stytta að þörfum, spegli og ferstrendu prisma, gler- * Litlar mannamyndir frá ofanverðri 18 . öld og 19 . öld, sem málaðar voru til þess að hafa í nisti og eru nánast eins og ljósmyndir, eru gott dæmi um þessa iðn sem leið undir lok þegar ljósmyndagerð varð fullkomnari og breiddist út um öll lönd og hafði margvísleg áhrif á málaralist . Hún breyttist og upp risu stefnur, svo sem impressjónismi og expressjónismi og síðar kúbismi og súrrealismi sem gengu í berhögg við ljósmyndina og natúralisma 19 . aldar . Myndir einstakra málara, sem komu til Íslands á ofanverðri 19 . öld, virðast einnig bera þessari tækni vitni, s .s . vatnslitamyndir W . G . Collingwoods, þar sem greina má ýmis einkenni ljósmyndar, bæði hvað varðar fjarvídd og hlutföll . Má sem dæmi nefna mynd Collingwoods úr Búðargili á Akureyri þar sem fjarvídd og hlutföll eru mjög nákvæm . 8 . Camera lucida í notkun . strendingi, svo og skrúfuklemmu til þess að festa tækið á teiknibretti eða borð eins og sjá má á myndina hér að neðan . Tæki þetta var miklum mun auðveldara í með förum en eldri teiknivél, sem kölluð er camera obscura og lengi hafði verið notuð .** Það er teiknivélin camera lucida sem ég tel að Helgi Sigurðsson hafi notað þegar hann dró upp myndina af Jónasi . Ýmislegt í gerð myndarinnar bendir til þessa, m .a . vegna þess að hlutföll eru eðlileg og persónueinkenni skýr en er hárið, eyrað og hnakkinn ekki teiknuð vegna þess að höfuð Jónasar lá á kodda eða svæfli í rúmi hans . Auk þessa má nefna að pappírinn, sem myndin er dregin á, virðist vera pappír sá sem algengt var að nota við teikningar í camera lucida, en það mál þarfnast nánari athugunar . XI Myndin af Jónasi Þegar allt kemur í einn stað, er kenning mín sú, að Helgi Sigurðsson hafi heim- sótt kunningja sinn Jónas Hallgrímsson þar sem hann lá á Friðriksspítala eftir að honum skruppu fætur í stiganum upp í herbergi sitt á fjórðu hæð í Skt. Pederstræde nr . 140 seint að kvöldi 21 . maí 1845 . Jónas var þá rændur ** Margs konar teiknivélar hafa verið notaðar gegnum tíðina . Elsta teiknivél eða „myndavél“ er svo nefnd camera obscura . Heimildir um hana eru frá því nokkrum öldum fyrir Krists burð, þótt elsta tækið af þessu tagi sé smíðað af arabískum vísindamanni, Abu Ali Al-Hasan Ibn al-Haitham [965–1039], sem starfaði lengst af í Kaíró og kannaði eðli og hraða ljóss svo og sólmyrkva með hjálp tækisins . Talið er að evrópskir myndlistarmenn í lok miðalda hafi notað camera obscura sem teiknivél, þ . á m . sjálfur Leonardo da Vinci [1452–1519] . Þá þykir fullvíst að hollensku meistararnir, s .s . Johannes Vermeer [1632–1675], hafi notað camera obscura . Eitt elsta málverk, sem talið er gert með hjálp teiknivélar, er mynd eftir Hollendinginn Jan van Eick [d . 1441] sem nefnd hefur verið myndin Arnolfini og máluð 1434 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.