Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 27

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 27
26 Þjóðmál VETUR 2013 Þormóður hét maður, er kallaður var váli . Um hann var lítið vitað og ekki var hann heiðraður með heilum sögum . Hans er þó getið á fáeinum stöðum . Váli þótti laginn við að lýja málma og verkhagur vopnasmiður . Til hans var leitað langa leið eftir vopnum sem entust óvinafjöld . Vopn Þormóðs vála létu ekki undan þótt hart yrði fyrir . Hann nam land í Hlíðardal . Hlíðardalur er víður og bjarglegur . Aflíðandi, grösugar hlíðarnar og lág fellin í norðri gefa honum nafnið . Austar blasa við snævi þakin Oddafjöll . Suður af þeim vakir Hlíðarfjallajökull . Við hlíðunum tekur sléttlendið, melar og ruðningar þar sem Hlíðarfljótið byltist beljandi um aldir og hlífði engu . Miklir garðar halda því nú í skefjum og víða er landið orðið grónar engjar og tún . Niður hlíðarnar sytra þúsund litlir fossar, sem leggjast mjúklega að láglendinu og halda áfram för sinni niður á melana í litlum lænum . Þar safnast þeir saman í eina tæra bergvatnsá sem fær að vera í friði fyrir Hlíðarfljótinu . Lækjará liðast eftir kvikum sandbotni, milli gróinna bakka, út dalinn . Einn fossanna er tilkomumikill . Hann steypist fram af brúninni, hverfur um hríð en birtist á ný litlu neðar og fellur loks í tæran hyl . Þetta er Gægjufoss . Rómuð fegurð Hlíðardals á marga máttarstólpa . Í eina tíð voru sjö kirkjur í Hlíðardal . Ekki var fólkið þar trúaðra en gengur og gerist en dalurinn langur og ekki fararskjótar fyrir alla heimilismenn . Margir þurftu að fara gangandi til messu og því mátti vegalengdin ekki vera óhófleg . Hátíðlegar jólamessurnar voru mest sóttar . Þá komu allir í kirkjuna sína . Í eldri frásögnum af messuferðum á aðfangadagskvöld er kvöldið ætíð stjörnubjart og tungl hátt á lofti . Á harðfennið stirnir, það marrar í hverju spori . Kirkjuklukkurnar hringja og fólkið drífur að . Presturinn er í hátíðlegasta messuskrúðanum og söfnuðurinn syngur einum rómi: ,,Í dag er glatt í döprum hjörtum .“ Nú eru tvær kirkjur eftir í Hlíðardal . Nútíminn hefur ekki efni á mörgum kirkjum og hver prestur sinnir mörgum sóknum . Á aðfangadag eru kirkjurnar þéttsetnar og enn er sungið: Í dag er glatt . Þótt sumt breytist þá breytist sumt ekki . Flestir bæirnir standa keikir uppi í hlíðinni og horfa yfir sléttlendið . Víðast halla heimatúnin, sums staðar óþægilega mikið fyrir nútímavinnuvélar en bændur þekkja Óskar Magnússon Haðar saga Hlíðdælings Upphafskafli skáldsögunnar Látið síga piltar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.