Þjóðmál - 01.12.2013, Page 36

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 36
 Þjóðmál VETUR 2013 35 ljóst að þetta sé aðeins hluti af skýringunni . Hinn hlutinn held ég sé að skólakerfi sem flokkar menn inn á vinnumarkað eftir lengd náms eggjar þá í kapphlaup þar sem hver og einn reynir að ná hærri gráðu en hinir . En þótt hlaupararnir hafi sig alla við er vafamál að kappið bæti neitt kjör þeirra . Stundum sýnist mér raunar að hærri og hærri gráður, sem menn hafa meira og meira fyrir, séu svolítið eins og stélið á páfuglinum . Karlfuglar af þeirri tegund hafa sem kunn- ugt er ógnarstórt fjaðraskraut . Það íþyngir þeim á ýmsa vegu . Þeir komast ekkert áfram með þetta hlass hangandi aftan í sér . Allt er þetta vegna þess að einhvern tíma fyrir löngu forritaði náttúruvalið formæður páfuglsins þannig að þær völdu maka eftir því hve fagurlega hann breiddi úr stélinu . Þetta var á vissan hátt viturleg skipan, ella hefði náttúran sjálfsagt útrýmt henni . Karl- fugl, sem getur breitt úr stélinu og haldið því fallega samhverfu í góða stund, er þokka lega sterkbyggður svo kvenfuglarnir tryggðu ungum sínum hrausta feður með þessari einföldu reglu um makaval: Taktu þann með stærsta samhverfa og velútbreidda blævænginn . En það sem er viturlegt fyrir einstakling hér og nú þarf ekki að þjóna langtímahagsmunum tegundarinnar . Ef karlfuglar eignast ekki afkvæmi nema þeir hafi stærra stél en nágrannar þeirra fer það bara á einn veg . Stélið verður stærra og stærra og eftir nógu margar kynslóðir er það orðið óbærilegt farg . Gerist ekki eitthvað svipað ef stór hluti vinnumarkaðarins fylgir þeirri reglu að ráða þann umsækjanda um starf sem hefur lengsta skólagöngu? Er þá ekki farin í gang vitleysa sem þýðir að þegar allir sem stefna á starf á einhverju sviði eru komnir með 20 ára skólagöngu sé eina leiðin til að ná forskoti að bæta einu ári við? Svo þegar allir hafa náð 21 ári (frá 6 til 27 ára) þá þurfa þeir sem vilja komast fram fyrir að skóla sig ár í viðbót — og það helst í einhverju sem talið er hagnýtt á þröngu sviði, fremur en því sem eflir almenna vitsmuni og mannkosti . Ef skoðunin, sem nefnd er í fyrsta lið, er tekin bókstaflega eru afleiðingarnar óttaleg firra . Þetta þýðir vitaskuld ekki að menn eigi að hætta að mennta sig til starfa . En þetta þýðir að það getur ekki verið skynsamleg almenn regla að lengri skólaganga veiti fólki betri kjör eða forgang á vinnumarkaði, enda segir það sig kannski sjálft að til margra starfa er betra að ráða fólk sem hefur gengið stutt í skóla og staðið sig vel en fólk sem hefur langa skólagöngu með lökum árangri . Lág einkunn eftir langt nám getur vissulega verið vitnisburður um dugnað manns sem lagði í erfiðustu brekkurnar með lítið nesti og klóraði sig áfram alla leið — en oft er hún aðeins staðfesting á leti og metnaðarleysi . Það eitt og sér að einn hafi hærri gráðu heldur en annar tryggir því varla að hann sé betri starfsmaður . Samt er æði margt sem ýtir undir sókn í magn „menntunar“ og raunar má færa rök að því að opinber menntastefna undanfarinna ára hafi lagt ofuráherslu á magn en ekki gæði . Til marks um þessa áherslu á magn má nefna að ríkið borgar framhaldsskólum og háskólum fyrir fjölda eininga sem Þ að getur ekki verið skynsamleg almenn regla að lengri skóla- ganga veiti fólki betri kjör eða forgang á vinnumarkaði, enda segir það sig kannski sjálft að til margra starfa er betra að ráða fólk sem hefur gengið stutt í skóla og staðið sig vel en fólk sem hefur langa skólagöngu með lökum árangri .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.