Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 41

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 41
40 Þjóðmál VETUR 2013 „Hef aldrei skilið afhverju þöggun er svona lítið beitt á [ . . .] alla þessa kalla sem eiga nákvæmlega 0 erindi inn í vitræna umræðu .“ Björg Eva Erlendsdóttir, í stjórn Ríkis útvarpsins Stjórnarskrárbundin réttindi sæta nú árásum sem aldrei fyrr . Helst er vegið að tjáningar- og trúfrelsinu og þá einkum af þeim sem sótt hafa sér aukinn rétt einmitt fyrir tilstilli þessa frelsis . Í öllum löndum heims er að finna einhvers konar útgáfu af stjórnarskrá, en það sem einkennir stjórnarskrár Vesturlanda umfram aðrar er áherslan á menningarlegt frjálslyndi er tryggir öllum borgurum frelsi til tjáningar og trúar . Rök hníga að því að þetta frelsi sé nú í hættu og bendir tilvitnunin hér að ofan óneitanlega til þess að það standist . Múhammeðs-teikningarnar í Jyllands­Posten færðu okkur sönnur á að slík stjórnar skrár- réttindi hafa takmarkað gildi þegar efna- hags lífi þjóða er ógnað . Svo ekki sé minnst á líf og limi þeirra sem lifa vilja samkvæmt þessum réttindum . Enn minna gildi hafa þessi réttindi í munni manna eins og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, sem tveimur árum eftir birtingu áðurnefndra teikninga sagði, í viðtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph, að hann vildi verja rétt fólks til tjáningar þótt það kostaði særindi og myndi jafnvel misbjóða öðrum einstaklingum eða hópum . Tilefnið var umræða um blæjuburð múslimskra stúlkna . Með þessu var Barroso þó ekki að vísa til neinna raunverulegra réttinda, aðeins að hann hefði ekkert út á það að setja ef þessar stúlkur kysu að ganga án slæðu í trássi við vilja foreldra eða fjölskyldu . Sagði Barroso: „Fólk á að geta valið þann fatnað sem það kýs að klæðast — svo fremi sem það gengur ekki um nakið .“ Djarft til orða tekið, en hefur lítið vægi ef aðstandendur setja sig upp á móti því . Með þessum orðum tókst honum, fyrir hönd Evrópusambandsins, að smætta hið stórfenglega frelsi einstaklingsins til tjáningar niður í tuskutísku . Sér er nú hvert frelsið, sem þessi húsbóndi 500 milljón manna, sem ekkert fá um það sagt hvort þeir vilja þiggja þjónustu hans eða ekki, er tilbúinn að verja . En það er ekki bara í Evrópu sem aðförin að tjáningarfrelsinu er komin í hágír . Á Íslandi er þessi kúgun hugans komin vel á veg, þótt ekki nái hún því há flugi sem sjá má t .d . í Bandaríkjunum . Há borg tjáningarfrelsisins, sjálf Bandaríki Norður- Ragnhildur Kolka Þar sem rétthugsunin ríkir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.