Þjóðmál - 01.12.2013, Page 42

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 42
 Þjóðmál VETUR 2013 41 Ameríku, eru komin út á ystu nöf með fyrsta viðauka stjórnarskrár sinnar, þ .e . þann hluta sem fjallar um trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi og frelsi til samkomuhalds . Allt þetta frelsi á nú undir högg að sækja . Trúaðir, sérstaklega hinir kristnu, finna illilega fyrir þessu . Símar blaðamanna eru hleraðir og opinberar eftirlitssveitir gera húsleitir heima hjá þeim . Jafnframt tíðkast að þeim sé hótað refsidómum leitist þeir við að rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart valdhöfunum . Dauðaleit er gerð að Litlu símamönnunum sem greina fréttamönnum frá ólöglegu athæfi stjórnvalda . Lífstíðarfangelsi, ef ekki dauðadómur getur legið við . Efst á lista þeirra eftirlýstu er nú tölvunördinn Edward Snowden . Hver kannast ekki við sögu hans? Orðanotkun, sem þekkst hefur um aldir, er bannfærð detti í einhvern að hún stangist á við rétthugsunina . Svertingjar eru nú allir „Afrískir-Ameríkanar“, þótt aldrei hafi þeir til Afríku komið en aðeins brugðið sér þangað í innkaupaferð frá Svíþjóð . Að nefna húðlit er vísun á kynþáttahatur eins og stuðningsmenn ruðningsliðs höfuð- borgar landsins, The Washington Redskins, hafa komist að . En þeir berjast nú fyrir því að fá að halda 80 ára nafni liðsins gegn stór- skotaliðsárásum hinna rétthugsandi . En staðan er vonlaus og ættu þeir að íhuga að taka frekar upp viðskeytið Red Herr ings (Smjör klípurnar), sem myndi endur spegla ólíkt betur stjórnmálaástandið í höfuð- borg inni . Lengst úti í horni eru þó þeir sem kunna ekki skil á nýjasta orðbragðinu um þá sem eitt sinn voru bara sælir með að vera hýrir . Þeir eru nú í verulega vondum málum . Kynhneigð, hverju nafni sem hún nefnist, nema auðvitað gagnkynhneigð, skal nú upphafin og öll afbrigði jafngild ef ekki ofgild . Vilji menn ræða það frekar dugar ekkert minna en að ávarpa alla hersinguna til sögunnar í senn og að amerískum sið, stytta í upphafsstafi . Nú skulu þeir heita LGBT* sem er ógnvænlegur tungubrjótur fyrir þá sem aðeins hafa lagt stund á nám í hinum germönsku greinum indó evrópskra tungumála . Gagnkynhneigðir eru hins veg- ar úti í kuldanum enda uppfylla þeir ekki inngönguskilyrði klúbbsins . Mikill meirihluti Bandaríkjamanna lítur ekki aðeins á stjórnarskrána sem lög landsins heldur einnig sem ósnert- an legan sáttmála sem stendur vörð um helg ustu réttindi þeirra . Frelsið . En hvernig má það þá vera að þessi aðför að fyrsta viðaukanum banni hermönnum landsins að stinga biblíunni undir koddann hjá sér? Hvar er þá trúfrelsið? Og hvað mega þeir segja sem ásakaðir eru um hatursáróður fyrir að taka sér í munn orðið „ólöglegur“ og skeyta því við orðið innflytjandi, þegar allir vita að hinn umræddi kom ólög lega inn í * Lesbian, Gay, Bisexual og Transsexual . Þ að er ekki bara í Evrópu sem aðförin að tjáningar frelsinu er komin í hágír . Á Íslandi er þessi kúgun hugans komin vel á veg, þótt ekki nái hún því háflugi sem sjá má t .d . í Bandaríkjunum . Háborg tján ingarfrelsisins, sjálf Bandaríki Norður-Ameríku, eru komin út á ystu nöf með fyrsta viðauka stjórnarskrár sinnar, þ .e . þann hluta sem fjallar um trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi og frelsi til samkomuhalds . Allt þetta frelsi á nú undir högg að sækja .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.