Þjóðmál - 01.12.2013, Side 45

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 45
44 Þjóðmál VETUR 2013 uppgötvana og fyrir útbreiðslu hugmynda er varða rannsóknir, kennslu og nám . Að setja höft á skoðanafrelsið grefur undan því vitsmunalega frelsi sem skilgreinir markmið okkar“ . Það kom því ýmsum á óvart að sjálfur rektor skólans, hagfræðingurinn Larry Summers*, hrökklaðist úr embætti vegna rétttrúarkröfu innan skólans . Tilefnið var að hann velti upp hugmyndum til íhugunar á ráðstefnu sem fjallaði um skort á kvenkennurum í raunvísindagreinum á háskólastigi . Almenn hystería greip um sig á fundinum og féll einn raunvísindaprófessor í ómegin yfir óskammfeilni rektors þegar hann lagði til, sem einn af þremur kostum til íhugunar, hvort rekja mætti þennan skort til líffræðilegs mismunar . Í sjálfri háborg menntunar í heiminum, þar sem „markmið menntunar byggir á vitsmunalegu frelsi“ kemur rétttrúnaður í veg fyrir að hægt sé að ræða málin á vitsmunalegum nótum . Það má því vel velta fyrir sér hver örlög lítilsigldra nemenda yrðu ef þeir leyfðu sér * Summers hefur verið efnahagsráðgjafi Banda- ríkjaforseta og kom sterklega til greina sem seðlabankastjóri fyrr á þessu ári . að setja fram skoðanir sem stríddu gegn straumnum . Í þessu ljósi verður að skoða eiðinn, sem nemendur þessa virta háskóla eru nú krafðir um undirskrift að þegar þeir hefja námið, þ .e . „að viðhalda einkennum samfélagsins með samheldni og hógværð“ og staðfesta jafnframt að „góðvild vegi til jafns við vitsmunalegan árangur“ . Hljómar dálítið eins og námsskrá Katrínar Jakobsdóttur fyrir grunnskólabörn á Íslandi, en hver og einn getur spurt sig hve lengi Harvard-háskóli haldist í fararbroddi háskóla heimsins með slíka framtíðarsýn . Til glöggvunar læt ég fylgja tengil við hátíðarræðu sem haldin var nýlega í Harvard-háskóla .** Atlagan að tjáningarfrelsinu hefur farið eins og eldur í sinu um öll Bandaríkin og eru aðrir merkir háskólar þar engir eftir- bátar . Nefni ég aðeins nokkra skóla sem þekktastir eru hér á landi og Lukianoff hefur haft afskipti af, svo sem Yale-, Brandeis- og Duke-háskóla, þótt grófasta dæmið hljóti að teljast heila þvottastöðin sem Michigan- háskóli kom á fót, en fyrirmynd hennar getur aðeins hafa komið frá Norður-Kóreu . Enginn skyldi ætla að þessari óáran hafi ekki einnig skolað á land hjá okkur . En þótt háskólar okkar hafi enn ekki komið sér upp jafnóbilgjörnu regluverki og lýst er í Af námi frelsis er það tæpast vegna þess að vilj ann skorti . Má frekar geta sér til að ástæðan sé að leikskólarnir hafi tekið af þeim ómakið . Stjórnarmaðurinn í Ríkisútvarpinu var því ekki að tala út í tómið þegar hann lét þau orð falla sem hér var vísað til í upphafi . Með þeim orðum var stjórnarmaðurinn ekki aðeins að sýna fólki með andstæðar skoðanir örgustu fyrirlitningu, hann var um leið að vara við þeim óábyrga lapsus sem leyfir van- hæfum lýðnum að nýta stjórnarskrána til að ** http://www .mindingthecampus .com/ originals/2013/11/the_slow_death_of_free_ speech Enginn skyldi ætla að þessari óáran hafi ekki einnig skolað á land hjá okkur . En þótt háskólar okkar hafi enn ekki komið sér upp jafn óbilgjörnu regluverk og lýst er í Afnám frelsis er það tæpast vegna þess að viljann skorti . Má frekar geta sér til að ástæðan sé að leikskólarnir hafa tekið af þeim ómakið .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.