Þjóðmál - 01.12.2013, Side 61

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 61
60 Þjóðmál VETUR 2013 tryggja þurfi í stjórnarskrá að arðurinn af auðlindunum renni til eigenda hennar, „þjóðarinnar“ . Til þess þurfi ríkið að verða eigandi auðlindanna . Þetta er mikill misskilningur . Auðlinda- rentan er engin föst stærð . Hún er flöktandi eins og norðurljósin . Eins og þau rís hún og dvín . Blossar og hverfur í myrkrið . Reynslan segir okkur að rentan verði minni hjá ríkinu, í stað þess að ríkið gegni hlutverki sínu og hlúi vel að atvinnustarfseminni í landinu . Ríkið nær betur til auðlindarentunnar með því að skattleggja hana heldur en með því að slá eign sinni á hana . Helmingur landsframleiðslunnar skattar Helmingur landsframleiðslunnar renn-ur í ríkissjóð í formi skatta . Af þessu sjá menn að öll starfsemi í landinu greiðir ríflega til ríkisins og „þjóðin“, ef menn vilja kalla ríkið það, fær vel af allri verðmæta- sköpun í landinu án þess að ríkið sé eigandi að verðmætum landsmanna . Þetta byggist á því að íslenska ríkisvaldið, Alþingi, þjóðþingið, hefur fullveldisrétt á Íslandi . Það getur stjórnað, skipulagt og haft eftirlit með allri mannlegri starfsemi og eignum í landinu án þess að vera sjálft eigandi að þessari starfsemi eða eignum . Með þjóðareignarhugtakinu er verið að rugla málin . Með því að kalla fullveldis- réttinn „eign“ er fólk leitt á villigötur og svipt lýðræðislegum réttindum sínum . Það á þá minni hlutdeild í fullveldi ríkisins og lendir í því að verða leiguliðar, kaupanautar þjónustu ríkisins . Það fer ekki á milli mála að baráttumenn fyrir náttúruauðlindum í þjóðareign vilja gera þær að ríkiseign með eignarnámi . Með því að gera auðlindirnar að ríkiseign í stjórnarskrá er verið að draga þær undan fullveldisrétti löggjafans, Alþingis, og færa þær undir yfirráð framkvæmdarvaldsins, ríkisstjórnina . Með stjórnarskrárákvæðinu er verið að takmarka fullveldisrétt Alþingis óhóflega . Nýting er bundin við leigu, vissan tíma, gegn fullu gjaldi . Með orðunum „gegn fullu gjaldi“ er vísað til eignarréttar- ákvæðis stjórnarskrárinnar „og komi fullt gjald fyrir“ . Þeir telja jafnframt að ríkiseignir njóti friðhelgi eignarréttarins skv . 72 . gr . stjórn- arskrárinnar . Þessi friðhelgi ríkiseigna stenst engan veginn vegna þess að ákvæðið um friðhelgi eignarréttarins er mannréttindi, sem sett eru til að vernda borgarana og veita þeim réttaröryggi í samskiptum þeirra við opin- bert vald, en ekki til að vernda ríkið gegn sjálfu sér . En sú þróun er vaxandi að valdhafarnir telja að þau réttindi sem landsmönnum eru veitt í stjórnarskrá til varnar gegn ríkisvaldinu séu fyrir hið opinbera . Ekki ætluð þeim sem verja á . Með því að draga stöðugt meiri réttindi og eignir undan forræði borgaranna verða T alsmenn „þjóðareignar“ gáfust upp á að verja það að þjóðareign væri annað en ríkiseign og skilgreindu þjóðareign sem „ríkis eign sem hvorki má selja né veðsetja“ . Þar með voru þeir búnir að viðurkenna að „þjóðareign“ væri meiri ríkiseign en allar aðrar ríkiseignir, því þessi ríkiseign væri að eilífu óafturkræf og gæti aldrei ratað til landsmanna aftur .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.