Þjóðmál - 01.12.2013, Page 65

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 65
64 Þjóðmál VETUR 2013 Eggert Þór Aðalsteinsson Jákvæð áhrif arðgreiðslna Frá því að fjármálamarkaðir snertu botninn snemma árs 2009 hafa hluta- bréfavísitölur hækkað skarpt . Hlutabréf hafa á þessu ári skilað góðri ávöxtun og standa þekktustu hlutabréfavísitölur heims- ins, svo sem S&P 500 og Dow Jones, í sögulegu hámarki um þessar mundir . Ávöxtun hlutabréfa hefur ekki einvörðungu komið fram í gengishækkunum heldur einnig mikilli aukningu arðgreiðslna til fjárfesta . Eitt stærsta viðfangsefni stjórn- enda alþjóðlegra fyrirtækja frá fjár mála- hruninu hefur verið að styrkja fjárhagslega stöðu þeirra fyrirtækja sem þeir fara fyrir . Hagnaður stórra fyrirtækja hefur farið vaxandi á síðustu misserum sem einkum verður rakið til lækkunar á rekstrarkostnaði og fjármagnskostnaði . Sjóðir hafa safnast upp og nú er svo komið að stærsta hluta af sjóð streymi stærri fyrirtækja í Banda ríkj- unum er varið til arðgreiðslna og kaupa á eigin hlutabréfum en minni hluti nýttur til fjár festinga og kaupa á öðrum fyrir tækjum .* Það er ljóst að arðgreiðslur skipta fjár festa á stórum og þroskuðum hluta bréfa mörk- uðum verulegu máli . Á 2 . árs fjórðungi þessa árs greiddu fyrirtæki innan S&P 500 * http://wire .kapitall .com/investment-idea/will- dividend-buyback-frenzy-continue/ vísitölunnar 82,4 milljarða Banda ríkjadala í arðgreiðslur sem var tæplega 16% aukn- ing á milli ára . Í lok maí nam upphæð arð- greiðslna 2,12% af markaðsverðmæti félaga innan vísitölunnar á tólf mánaða tímabili .** Aðhald fjárfesta Flestir eru sammála um að endurreisn atvinnulífsins á Íslandi hafi gengið hægt eftir bankahrunið og er inn lendur hlutabréfamarkaður þar engin undan- tekning . Þó er óhætt að fullyrða að hluta- bréfamarkaðurinn hefur tekið stakka- skipt um á síðustu misserum samhliða aukinni veltu og fjölgun nýrra fyrirtækja á markaði . Almennt séð er rekstur flestra kaup hallarfyrirtækja í góðu lagi um þessar mundir . Arðgreiðslur hafa líka aukist verulega meðal skráðra félaga og lítur út fyrir enn frekari vöxt á komandi misserum . Ein viðleitni í því að byggja upp trúverð- ug leika á nýjan leik á hlutabréfamarkaði hefur verið að kalla eftir arðgreiðslustefnu hjá skráðum fyrirtækjum . Ný félög, sem hafa sótt inn á hlutabréfamarkað, hafa flestöll ** Svokallað A/V hlutfall . http://www .bloomberg . com/news/2013-09-02/buybacks-to-dividends-at- risk-with-record-low-u-s-yields-ending .html

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.