Þjóðmál - 01.12.2013, Side 69

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 69
68 Þjóðmál VETUR 2013 fundinn með hagnaði þar sem gengi bréfa bankans á eftirmarkaði leiðrétti sig sjaldnast fyrir arðinum . Að minnsta kosti virðist gengis þróun hlutabréfa Íslands banka benda til þess að það hafi borgað sig að kaupa bréf í bankanum nokkrum vikum og dögum fyrir aðalfund . Á árunum 1997–2004 hækkuðu bréf í bankanum að meðaltali um 7,6% á tímabili sem spannaði frá mánuði fyrir aðalfund og fram til dagsins eftir aðalfund . Ávöxtunin nam 3,5% ef bréfin höfðu verið keypt einni viku fyrir aðalfund .* Staðreyndin er nefnilega sú að arðgreiðsl- ur virðast hafa haft jákvæð áhrif á skamm- tímaávöxtun hlutabréfa skráðra fyr ir tækja á Íslandi, eftir bankahrunið .** Það ger ist * Íslandsbanki var eitt fárra fyrirtækja á gamla hlutabréfamarkaðnum sem gat kallast arðgreiðslufé- lag . Árið 1992 samþykkti stjórn bankans stefnu um að greiða 30-45% af hagnaði í arð . Þegar bankinn var kominn í mikla útrás rúmum áratug síðar fór hann að bjóða hluthöfum að taka arð í formi eigin hlutabréfa bankans . ** Í þessari umfjöllun er hvorki tekið tillit til skatta né viðskipta kostn aðar við kaup og sölu hlutabréfa . Viðskipta kostn að ur er misjafn eftir því hvaða fjárfestir á hlut að máli . nefni lega sjaldan að markaðurinn leið rétti mark aðs verð fyrirtækja í samræmi við arð . Á ár un um 2009–2013 hafa ellefu fyrir tæki á aðal listanum og First North greitt arð í samtals 27 skipti (sjá töflu að ofan) . Áhrif arð greiðslna á hlutabréfaverð eru með þeim hætti að í 25 skipti hefur gengi bréfanna hækkað í fyrstu viðskiptum að loknum aðalfundi að teknu tilliti til arðsins . Það var aðeins í tvö skipti sem markaðsverð lækkaði í fyrstu viðskiptum í kjölfar arðgreiðslu . Í 23 skipti var verð bréfanna hærra einni viku eftir arðgreiðslu en í aðeins fjögur skipti hafði það lækkað . Nákvæmlega það sama var uppi á teningnum einum mánuði eftir arðgreiðslu . Það var aðeins þegar litið var yfir aðeins lengra tímabil, eða þrjá mánuði, sem áhrifin fjöruðu út . Ellefu fyrirtæki greiddu arð fyrr á þessu ári . Í tíu skipti leiðrétti hlutabréfaverð sig ekki í fyrstu viðskiptum eftir aðalfund . Gengi hlutabréfa í stóru félögunum Högum (+0,85%), Össuri (+0,56%), Icelandair Group (+0,51%) og Marel (+0,37%) hækk- aði í fyrstu viðskiptum eftir aðalfund að

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.