Þjóðmál - 01.12.2013, Page 71

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 71
70 Þjóðmál VETUR 2013 Einar Benediktsson Stefnumörkun um öryggi Íslands Ný þróun hefur orðið í samskipt um Íslands við aðrar þjóðir frá Hrun- inu 2008, samhliða breytingu valda og áhrifa í alþjóðlegu umhverfi . Þörf er því á endur mati stefnunnar í utanríkismálum en lykilatriði eru: • að forsendur stefnu okkar í varnar- og öryggismálum með aðild að NATO og samstarfi við Bandaríkin séu mjög að breytast . • að Bandaríkin og Norðurlöndin verði kjarni samstarfs NATO/ESB-ríkja sem láta sig varða norðurskautið . • að brýnt er að aðild að Evrópusam band- inu komist aftur á dagskrá með það fyrir augum að ljúka aðildarsamningum . • að afar varhugaverð umsvif/ágengni Kína á norðurslóðum beinist mjög að Ís- landi samhliða fjandsamlegum aðgerðum gagnvart Asíugrannríkjunum, banda- mönnum Banda ríkjanna . • að vestrænt samstarf sé á tímamótum. Stefnuleysi Íslands í utanríkismálum og mis vísandi yfirlýsingar hafa skert ímynd og trúverðugleika Íslands . (i) Varnarmál Bráðnun íshellu norðurskautsins er fyrir-sjáanleg og mun strategísk lykil staða Íslands, í miðju nýrra siglingaleiða frá Asíu, vega enn þyngra en áður . Þetta er ástæðan fyrir harðri ásækni Kínverja í varan lega aðstöðu á Íslandi . Hins vegar hefur staðan að því er varðar öryggi Íslands gjörbreyst . Landvarnir Bandaríkjamanna byggðu á því að tryggja stöðuna á Norður-Atlantshafi með hersetu á Íslandi í 60 ár heimsstyrjaldar og kalda stríðsins . Árið 2006 ákváðu þeir að loka herstöðinni í Keflavík í andstöðu við óskir íslenskra stjórnvalda . Eftir situr tak- mörkuð loftrýmisgæsla flugherja NATO- ríkja frá Keflavík, einnig með þátttöku Svía og Finna . Reyndar höfum við, auk NATO-aðildar, tvíhliða varnarsamning við Banda ríkin en höfum engar sýnilegar land varnir . Allt norðurskautssvæðið upp að sjálfu heimsskautinu, ísi þöktu eða auðu, heyrir til samábyrgðar Atlantshafs banda- lags ins, skv . 5 . gr . stofnsáttmála þess, sem að engu virðist höfð eftir 2009 . Það er kald hæðnislegt, að einmitt í janúar 2009 var haldin NATO-ráðstefna í Reykja vík á

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.