Þjóðmál - 01.12.2013, Side 72

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 72
 Þjóðmál VETUR 2013 71 æðsta þátttökustigi, um Security Prospects in the High North, og þá lögð hin rík asta áhersla á hlutverk bandalagsins á norður- slóðum . Aðalverkefni skyldi m .a . vera átak í leitar- og björgunarmálum með sam vinnu við Rússa . Það lá í hlutarins eðli, að slíkar aðgerðir yrðu frá Keflavík sem er að öllu leyti langbesta aðstaðan á norður slóðum . Okkur heimamönnum, sem sát um ráðstefnuna, var létt við þetta og við töld um að þrátt fyrir brottförina frá Kefla vík væri öryggi Íslands í góðu lagi . Þetta reynd ist tálsýn því að einmitt þá hófst full komið van rækslu- skeið í málefnum hins evrópska norð ur- skauts og Íslands af hálfu fram kvæmda - stjórn ar og hermálayfirvalda í NATO . Á pólitíska sviðinu er Kanada leið andi í að norðurskautið sé grafið og gleymt í að gerða - áætlun-„strategic concept“ NATO 2010 og leið togafundinum í Chicago 2012 . Samhliða þessu hefur staða Nuuk á Grænlandi í varnarskipulagi Dana og þar með væntanlega Atlantshafsbandalagsins, verið aukin sem Arctic Command með Fær- eyjum . En Nuuk, landfræðilegur nágranni Kanada á vesturströnd Grænlands, er víðs fjarri evrópska norðurskautinu . Í september s .l . efndu Danir til björgunaræfingarinnar SAREX Greenland Sea 13 frá eyju undan austur strönd Grænlands með Kanada, Banda ríkjunum og Íslandi . Var þetta á vegum Norðurskautsráðsins, sem gegnir engu hlutverki tengdu landvörnum og Kanada veitir formennsku . Góður rómur var gerður að framlagi Landhelgisgæslu Íslands sem er vel búin tækjakosti og þraut- þjálfuðu starfsliði . Á liðinni öld varð Evrópusamvinnan, tengd nánu samstarfi við Bandaríkin, merk asta átak þeirra þjóða til friðar og far- sældar . En aðstæður hafa breyst vegna eftir- mála hins misráðna stríðsreksturs í Írak og Afgan istan sem hefur svo stórtlega skert ímynd og getu Bandaríkjanna . Þótt þau ætli sér ekki sitt fyrra forystuhlutverk meðal vestrænna þjóða, þýðir það síður en svo að þau dragi sig úr því samstarfi . Verulegur hluti Bandaríkjahers er farinn eða er á förum frá Evrópu, en þeir halda engu að síður yfirburðastöðu í öllum herbúnaði í lofti, á legi og landi . Vegna breyttrar stöðu í NATO, sem af þessari þróun leiðir, má ætla að Evrópusambandið hefji umræðu um varnar- og öryggismál . Ekki er lengur um að ræða neina árekstra milli NATO og öryggis- og varnarstefnu ESB . Á hvorum vettvangi sem er, koma þau mál í hendur Evrópu þjóða hvað frumkvæði snertir . Þá er það óþarfi að öll 28 aðildarríki ESB séu alltaf samstíga . Þannig gætu t .a .m . öryggi norður slóða verið í umsjá þröngs landa- hóps . Það er athyglisvert og kann að boða stefnu breytingu, að þann 4 . september s .l ., þegar Sýrlandsdeilan stóð hvað hæst, gaf Obama Bandaríkjaforseti sér tíma til að eiga fund með forsætisráðherrum Áliðinni öld varð Evrópu-samvinnan, tengd nánu samstarfi við Bandaríkin, merkasta átak þeirra þjóða til friðar og farsældar . En aðstæður hafa breyst vegna eftirmála hins misráðna stríðsreksturs í Írak og Afganistan sem hefur svo stórtlega skert ímynd og getu Bandaríkjanna . Þótt þau ætli sér ekki sitt fyrra forystuhlutverk meðal vestrænna þjóða, þýðir það síður en svo að þau dragi sig úr því samstarfi . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.