Þjóðmál - 01.12.2013, Page 79

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 79
78 Þjóðmál VETUR 2013 Björn Bjarnason Stjórnarskiptin 2009 Rýnt í þrjár ráðherrabækur Augljóst er að reyndustu ráðherrunum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mikið í mun að skýra sinn þátt í stjórn- arsamstarfinu strax að því loknu . Kosið var til þings 27 . apríl 2013 og 23 . maí hafði verið mynduð ríkisstjórn Framsóknar flokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Sig mund- ar Davíðs Gunnlaugssonar . Strax haustið 2013 birtust síðan bækur um Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, Við Jónína eftir Jónínu Leósdóttur, Steingrím J . Sigfússon, Frá hruni og heim eftir Björn Þór Sigbjörnsson og um Össur Skarphéðinsson, Ár drekans — dagbók utanríkisráðherra á um brotatímum . Hver bókanna hefur eigið yfirbragð og efnistökin eru ólík . Bókin um Jóhönnu snýst ekki nema að litlu leyti um stjórnmál . Hún segir frá ástum þeirra Jóhönnu og Jónínu sem lengi var í leynum en blómstraði og varð að alþjóðlegu umtalsefni eftir að Jóhanna varð forsætisráðherra 1 . febrúar 2009 . Stjórnarmyndunina þá bar að með sér- kennilegum hætti . Össur Skarphéðinsson átti þar mikinn hlut að máli . Af bók hans má ráða að hann hafi á samstarfstíma sínum með sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn undir forsæti Geirs H . Haarde bruggað launráð og unnið að myndun stjórnar með vinstri- grænum án þess þó að leggja sérstaka rækt við Steingrím J . flokksformann . Þræðirnir lágu milli Össurar og Ögmundar Jónas- sonar . Ef marka má lýsingar Össurar voru þeir Ögmundur í raun öxullinn í ríkis stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og tryggðu að hún sat út kjörtímabilið þótt dagar hennar hefðu fyrr verið taldir . Margvíslegar rannsóknir sýna að horfi margir á sama atburð gerast séu lýsingar á því sem gerðist síður en svo alltaf sam- hljóða . Vissulega eru allir á einu máli um að atburðurinn varð en um allt annað sem hann snertir er deilt . Hver sér málið frá sínum sjónarhóli . Hér verður staldrað við eitt dæmi sem kemur við sögu í ráðherrabókunum þremur, myndun minnihlutastjórnar Jóhönnu í lok janúar 2009, stjórnarinnar þar sem þau sátu þrjú . Auk þess að vitna í bækurnar þrjár rifja ég upp eigin viðhorf til atburðanna . Þau skráði ég jafnharðan á vefsíðu mína bjorn.is, styðst ég við það sem þar segir .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.