Þjóðmál - 01.12.2013, Side 82

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 82
 Þjóðmál VETUR 2013 81 að á vefsíðu sína pistil undir fyrir sögn- inni: „Davíð við stýrið — Geir farþegi um borð . Steingrímur J . segir í bók sinni að hann hafi viljað þjóðstjórn í september 2008 . Hann segir að Davíð hafi „troðið sér“ (!) á ríkisstjórnarfundinn 30 . september 2008 og nefnt þar „þjóðstjórnarhugmyndina sem þar með var dauð . Samfylkingin gat ekki hugsað sér eitthvað sem Davíð Oddsson hafði spilað út“ . Þarna lýsir Steingrímur J . skoðun sem hann hefur kynnst hjá samfylkingarfólki á þessum örlagatíma þegar hann talaði sjálfur fyrir þjóðstjórn . Óvildin innan Sam- fylkingarinnar í garð Davíðs réð miklu um afstöðu ráðamanna flokksins til samstarfs- ins við sjálfstæðismenn og Ingi björg Sólrún Gísladóttir barðist fyrir því haustið 2008 að Davíð yrði látinn víkja úr seðla bank anum . Þetta var einstæð pólitísk íhlutun í stjórn seðlabanka . Stjórnarmyndun 2007 Í dagbók sína mánudaginn 23 . júlí 2012 færir Össur að hann hafi þann dag hitt Helga S . Guðmundsson framsóknarmann í Hraunborgum í Grímsnesi og rifjað upp með honum „þegar ég [Össur] lagði drög að ríkisstjórn Samfylkingar, VG og Fram- sókn ar fyrir kosningar 2007 og fór gegnum Helga . Það var langt komið, en brast af annarra völdum en okkar rétt fyrir kosning- arnar . Hrafn [Jökulsson, trúnaðar vinur og pólitískur ráðgjafi Össurar] rifjar upp leynda þræði málsins sem við erum búnir að gleyma . Hann var einn örfárra sem vissu af því á sínum tíma .“ J ónína Leósdóttir lýsir óvenjulegu ástar sambandi á persónulegan og oft tilfinn- ingaríkan hátt . Bókin er skrifuð til að árétta hve mikið hefur áunnist í réttinda - baráttu samkynhneigðra og til að blása kjarki í þá sem standa í sömu sporum og þær Jóhanna . Af bókinni má ráða að hún á erindi víða um lönd . Jónína er þjálfaður rithöfundur og blaðamaður og þess vegna kemur nokkuð á óvart hve opinber umræða gengur oft nærri henni . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.