Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 84

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 84
 Þjóðmál VETUR 2013 83 2008) og hafði sagt að ástæðan fyrir því að ekki hefði verið flutt tillaga um rannsókn á bankahruninu á vegum alþingis væri tregða Steingríms J . til samkomulags um slíka tillögu á vettvangi alþingis . Við þetta umturnaðist Steingrímur J ., hrópaði dreyr- rauður: „Étt‘ann sjálfur!“, stóð fyrir framan ræðustólinn og starði á mig og gekk síðan að Geir og lagði hendur á hann . Í bókinni er sagt að ég hafi sakað Steingrím J . um að tefja framgang frumvarps um sérstakan saksóknara . Steingrímur J . segir í bókinni: Þetta voru dylgjur og árásir og mér var þungt í skapi . Ég spurði Geir hvort það væri með hans samþykki að menn gengju svona langt í málflutningi og bank aði í öxl hans . Geir hefur alltaf verið drengi legur í sambandi við þetta og aldrei gert neitt úr því, en Björn og einhverjir fleiri hafa hins vegar reynt að búa til þá mynd að þetta hafi verið eitthvert ofboðslegt offors . Mér getur hitnað í hamsi en því fer víðs fjarri að ég sé ofbeldisfullur . Ónákvæmnin felst í því að segja ekki frá þeirri staðreynd að á þessum tíma þvældist Steingrímur J . fyrir samkomulagi allra þing flokka um rannsókn á vegum alþingis með því að setja fram alls kyns kröfur . Þannig hefði hann örugglega einnig hagað sér í þjóðstjórn . Hitt er svo beinlínis rangt að ég hafi leitast við að gera meira úr framgöngu Steingríms J . en góðu hófi gegnir . Hann varð sér rækilega til skammar í þingsalnum og furðulegast var að forseti lýsti framgöngu hans ekki vítaverða . Það er ósvífni að krefjast þess að um þetta sé þagað . Atvikið lýsir auk þess ólíkri skapgerð þeirra Steingríms J . og Geirs . Að kalla saman landsdóm yfir Geir H . Haarde var pólitískt ofbeldisverk . Daður Steingríms J . við Sjálfstæðisflokk- inn eftir kosningar 2007 er í hróplegri and stöðu við öll stóru orðin sem hann lét falla um stefnu og störf sjálfstæðismanna, nýfrjálshyggjuna og þjóðarbölið vegna hennar, eftir að hann settist í ráðherrastól 1 . febrúar 2009 . ESB-leyniþræðirnir Eftir flutning stefnuræðu Geirs H . Haarde á alþingi 2 . október 2008 skrifaði ég á vefsíðu mína: Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Fram sóknarflokksins, og Birkir J . Jóns- son, samflokks- og samþingmaður henn- ar í Norðausturkjördæmi, gældu við aðild Íslands að Evrópusambandinu . Með því eru þau í senn að biðla til Sam fylk- ingar og ögra Guðna Ágústssyni innan Fram sóknarflokksins . Þeir Össur Skarp- héðinsson og Björgvin G . Sigurðs son, við- skiptaráðherra, voru einnig með hug ann við Evrópusambandið í ræðum sínum . Samfylkingarráðherrum var eitt mál ofar í huga en öll önnur við hrun fjármálakerfisins . Þeir vildu knýja á um aðild Íslands að Evrópusambandinu . Látið var eins og lífs björg þjóðarinnar fælist í því einu að Daður Steingríms J . við Sjálfstæðisflokk inn eftir kosningar 2007 er í hróplegri and stöðu við öll stóru orðin sem hann lét falla um stefnu og störf sjálfstæðismanna, nýfrjálshyggjuna og þjóðarbölið vegna hennar, eftir að hann settist í ráðherrastól 1 . febrúar 2009 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.