Þjóðmál - 01.12.2013, Side 87

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 87
86 Þjóðmál VETUR 2013 og einlægan hug á að setjast í slíka hópa til að vinna að því, sem nefnt var „fasi 2“ í aðgerðum stjórnvalda eftir bankahrunið . Nú liggur fyrir að þarna setti Samfylking- in á svið leikrit til að blekkja okkur ráðherra Sjálfstæðisflokksins . Tveimur dögum áður hafði Össur lagt „lokahönd“ á myndun nýrrar ríkisstjórnar . Hafi Geir H . Haarde verið ljóst að hann var beittur blekkingum veit ég ekki . Hann var hins vegar með hugann við annað og stærra persónulegt mál sem hlaut að valda honum jafnvel meiri áhyggjum en það sem gert yrði í nafni ríkisstjórnarinnar . Miðstjórn og þingflokkur sjálfstæðis- manna komu saman í hádegi föstudags 23 . janúar 2009 til að ræða landsfund sem boðaður hafði verið 29 . janúar 2009 . Þar átti meðal annars að ræða spurninguna um ESB-aðild eftir athugunina undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar . Í upphafi miðstjónarfundarins sagði Geir H . Haarde að staðan í stjórnmálum væri á þann veg, öll rök hnigu að því að boða til kosninga annan laugardag í maí, hinn venjulega kjördag hin síðari ár, að þessu sinni 9 . maí 2009 . Í ljósi þessa væri skynsamlegt að fresta landsfundi flokksins til síðustu helgarinnar í mars . Fyrir utan þessi stjórnmálarök sagði Geir að annað persónulegra mælti með frestun landsfundarins, hann hefði þriðjudaginn 20 . janúar 2009 greinst með krabbamein í vélinda og yrði að gangast undir aðgerð erlendis 29 . janúar 2009, það er fyrirhugaða landsfundarhelgi . Þetta hefði komið í ljós við reglulega skoðun lækna . Þennan sama föstudag 23 . janúar 2009 kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til landsins frá Stokkhólmi, þar sem hún hafði gengist undir aðgerð og rannsókn vegna heilaæxlis . Við heimkomuna skýrði hún frá því að rannsóknir hefðu staðfest að æxlið væri góðkynja en það hafði verið til rannsóknar frá því að hún veiktist hastarlega í New York í september 2008 . Formenn beggja stjórnarflokkanna glímdu við alvarleg veikindi . Þeir hafa síðan sem betur fer náð fullum starfsþrótti sem þótti óvíst þennan örlagaríka föstudag . Í umræðum um hina hröðu atburðarás loka dagana í janúar 2009 minnast menn ekki lengur á tillögu Geirs H . Haarde um þingkosningar 9 . maí 2009 . Þegar tillagan kom fram tók Steingrímur J . að múðra . Hann vildi ekki að kjördagur yrði 9 . maí, kjósa ætti fyrir páska . (Kosið var eftir páska 25 . apríl 2009 og hinn 10 . maí 2009 mynduðu Samfylking og VG meiri- hlutastjórn .) Stjórnarslit Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn mánudaginn 26 . janúar 2009 . Af því tilefni sagði ég í dag bók minni á bjorn.is: Sögulegur dagur er að kvöldi kominn . Klukkan 10 .00 kom þingflokkur sjálf- stæðis manna saman í þinghúsinu . Geir H . Haarde gerði okkur grein fyrir við- ræðum við Ingibjörgu Sól rúnu Gísla- dóttur sunnudaginn 25 . janúar, þar sem endapunkturinn hefði orðið sá, að Sam- fylkingin vildi fá „verk stjórn“ í ríkis stjórn, það er forsætis ráðherra embættið . Þetta var lokaskilyrði Samfylkingar fyrir framhaldi á stjórnarsamvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn og gekk Geir svo langt gagnvart ósk Ingibjargar, að hann lagði til, að þau vikju bæði úr stjórninni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yrði starf andi forsætisráðherra . Þetta vildi Ingi björg Sólrún ekki samþykkja . Þingflokkur sjálfstæðismanna var þeirrar skoðunar, að héldi Samfylking fast í kröfuna um nýjan „verkstjóra“ yrði hún

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.