Þjóðmál - 01.12.2013, Page 89

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 89
88 Þjóðmál VETUR 2013 ríkisstjórn“ . Þá taldi Ólafur Ragnar að „slík ríkisstjórn sem nyti stuðnings eða samvinnu við að minnsta kosti fjóra flokka á alþingi og hefði slíka tilvísun út í samfélagið væri kannski á vissan hátt í anda þeirrar þjóðstjórnarhugmyndar sem margir hafa sett fram að undanförnu“ . Ingibjörg Sólrún sýndi Ólafi Ragnari kulda lega framkomu á þessum blaða- mannafundi með því að segja að hún hefði annað þarfara að gera en að taka þátt í mál- fundi með honum með blaðamönnum á Bessa stöð um . Ólafur Ragnar sagði að stjórnarmyndun yrði að ganga greiðlega og hann mundi ræða við formennina aftur síðdegis miðvikudaginn 28 . janúar 2009 eða í síðasta lagi að morgni fimmtudags 29 . janúar 2009 . Ingibjörg Sólrún sló þann varnagla, að ný stjórn ætti að verða starfhæf „helst eigi síðar en fyrir helgi“ . Síðdegis þriðjudaginn 27 . janúar 2009 tók Jóhanna Sigurðardóttir við keflinu af Ingi björgu Sólrúnu innan Samfylkingar- inn ar þótt Ólafur Ragnar hefði falið Ingi- björgu Sólrúnu að stjórna viðræðunum . Í bókinni um Steingrím J . segir: „Dag- inn eftir [27 . janúar 2009] fól Ólafur Sam- fylk ingunni og vinstri grænum að ræða myndun ríkisstjórnar sem nyti stuðnings Fram sóknarflokksins . Voru þær viðræður þegar komnar á góðan rekspöl og aðkoma for setans aðeins formleg gjörð .“ Vill Stein- grímur J . gera sem minnst úr aðkomu Ólafs Ragnars að stjórnarmynduninni . „Það gætir almennt mikils misskilnings á hlutverki forsetans . Hann er ekki og á ekki að vera með puttana í því sem ríkisstjórnin er að gera,“ segir hann . Hinn 1 . febrúar 2009 sendi forseta em- bættið frá sér eftirfarandi fréttatilkynn ingu: Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun eiga fund með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag, sunnudaginn 1 . febrúar, kl . 12:00 . Formaður Sam fylk- ingar innar mun gera forseta grein fyrir niður stöðum viðræðna sem fram hafa farið um stjórnarmyndun . Forseti Íslands hefur jafnframt boðað Jó hönnu Sigurðardóttur alþingismann og starfandi félagsmálaráðherra til Bessastaða í dag kl . 13:00 . Að loknum þeim fundi verður rætt við fréttamenn . Í raun stjórnaði Ingibjörg Sólrún aldrei við - ræðum um myndun ríkisstjórnar . Stein grím- ur J . gefur til kynna að það hafi verið ein falt formsatriði milli þeirra sem stóðu að mynd- un stjórnarinnar, hans, Ögmundar Jónas- sonar, Össurar Skarphéðinssonar og Lúð víks Bergvinssonar að koma henni á lagg irnar . Össur segir að stjórnin hafi verið kom in til sögunnar 21 . janúar 2009 . Miðað við náið samband hans við Ólaf Ragnar Gríms son má ætla að forsetinn hafi fylgst með öllum hræringum í málinu fyrir tilstilli Össurar . Á stæða er til að velta fyrir sér fordæminu sem í þessu felst við myndun minni- hluta stjórnar . Átti forseti Íslands að beita sér á annan hátt? Kanna í raun hvort unnt var að mynda meirihluta- stjórn? Í ljós kom að samið hafði verið við Framsóknar- flokkinn um að færa stjórnar- skrárvaldið frá alþingi til sérstaks stjórnlaga þings . . . Var þetta gert með vitund forseta Íslands?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.