Þjóðmál - 01.12.2013, Side 94

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 94
 Þjóðmál VETUR 2013 93 Þeir sem meiða aðra með umtali enda sjálfir í pólitísku gifsi . Grasrótin metur alltaf að verðleikum — að lokum . Í [utanríkis]ráðuneytinu bý ég mig jafn- an undir glímur með því að draga fyrst upp mynd af því versta sem gæti gerst og styrki stöðuna út frá því . Haustið færir mér ný áhlaup eins og í öllum prófkjörum . Ég bý mig undir allt en er fullviss um að ég kemst af . Í Samfylkingunni er ég „survivor“ dauð ans .“ Össur náði markmiði sínu í prófkjörinu en hvorki í ESB-málinu né kosningunum 27 . apríl 2013 . Þá talaði hann um „hamfarir“ Samfylkingarinnar . Nú eru sögusagnir um að hann vilji vingast við sjálfstæðismenn . Bækurnar Hver þessara þriggja bóka er með sínu sniði og ekki unnt að leggja þær að jöfnu . Þær eru þó allar skrifaðar til að kynna eða verja menn og málefni . Jónína Leósdóttir lýsir óvenjulegu ástar- sambandi á persónulegan og oft tilfinn- ingaríkan hátt . Bókin er skrifuð til að árétta hve mikið hefur áunnist í réttindabaráttu samkynhneigðra og til að blása kjarki í þá sem standa í sömu sporum og þær Jóhanna . Af bókinni má ráða að hún á erindi víða um lönd . Jónína er þjálfaður rithöfundur og blaðamaður og þess vegna kemur nokkuð á óvart hve opinber umræða gengur oft nærri henni . Það er galli á frágangi bókarinnar (279 bls .) hjá útgefanda hennar, Máli og menningu, að þar er hvorki efnisyfirlit né nafnaskrá . Björn Þór Sigbjörnsson, höfundur bók- arinnar um Steingrím J ., var blaðamaður á Fréttablaðinu og skrifaði meðal annars um stjórnmál . Hann ræðir við söguhetjuna og nálgast viðfangsefni sitt ekki á gagnrýninn hátt heldur í því skyni að árétta þá mynd sem Steingrímur J . vill sjálfur að dregin sé af sér, hann hafi fórnað sér fyrir íslensku þjóðina á hættustundu og ekki hlotið dóm að verðleikum, sé meira metinn erlendis en meðal eigin þjóðar . Þetta er ekki sannfærandi boðskapur heldur í ætt við pólitískan spuna . Steingrímur J . braut allar brýr að baki sér til að öðlast völd sem hann notaði í þágu sósíalískrar stefnu heima fyrir og krafna erlendra lánardrottna út á við . Textinn er áferðarfallegur en ristir ekki alltaf djúpt . Bókin (288 bls .) er gefin út af Veröld og hefur þann kost að hafa bæði efnisyfirlit og nafnaskrá . Össur Skarphéðinsson segir í formála bók ar sinnar að „burðargrindin að sögu dagsins“ hafi yfirleitt verið skrifuð eftir mið nætti . Hann hafi hripað niður texta um póli tíska atburði, pólitíska framvindu, ör- sögur, eftirminnileg svör . Össuri fer vel að skrifa þennan texta og hann sýnir að hann er „að eðlisfari lífsglaður stjórnmálamaður“ . Þetta er þó öðrum þræði sorgarsaga vegna þess hve illa Össuri gengur að vinna að framgangi helsta áhugamáls síns um aðild Íslands að ESB . Hann leggur sig í líma við að tala vel um alla en honum er þó greinilega í nöp við marga og bókin sannar kenningu Geirs H . Haarde frá janúar 2009 um að Samfylkingin er flokkur „í tætlum“ . Bókin (378 bls .) er gefin út af Sögum, skortur á nafnaskrá er mikill ljóður á henni . Þetta er einmitt bók þar sem slík skrá er bráðnauðsynleg öllum sem vilja nota hana til athugana . Hér hefur einn þáttur úr stjórnmálasög- unni sem snertir efni þessara bóka einkum verið kannaður með þær sem leiðarvísi . Líklega eru fleiri en ég þeirrar skoðunar að sagan um stjórnarslitin 26 . janúar 2009 og stjórnarmyndunina 1 . febrúar 2009 hafi ekki enn verið sögð á viðhlítandi hátt þótt mikið hafi verið skrifað um hana .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.