Þjóðmál - 01.12.2013, Page 95

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 95
94 Þjóðmál VETUR 2013 Bókadómar _____________ Heiðar Guðjónsson: Norðurslóðasókn. Ísland og tækifærin. Sögur, Reykjavík 2013, 276 bls . Eftir Styrmi Gunnarsson Bókin Norðurslóðasókn — Ísland og tæki færin er sennilega bezti leiðarvísir sem út hefur komið um stefnumörkun Íslend inga til framtíðar gagnvart Nýja Norðr inu . Í bókinni er mikið af hagnýtum upp lýs ing um um norðurslóðir, sögu þessa svæðis og þeirra þjóða og þjóðabrota, sem búið hafa á þess um slóðum eða í námunda við þær . Bókin lýsir frumlegri hugsun höfundar, sem hefur aðra og óvenjulega sýn á viðfangsefnið en flestir þeir sem um það fjalla . En jafn framt er að finna í bók- inni áhugaverða um fjöll un um helztu ver- kefni, sem þjóðin stendur frammi fyrir í efna hags málum . Það er ekki á hverjum degi, að maður sem hefur fjárfestingar að aðalstarfi skrifi slíka bók en um leið skýrir bókin að einhverju leyti hvers vegna Heiðar Guð- jónsson hefur augljóslega náð árangri í fjár- festingarstarfsemi . Hann lýsir heimsókn til Azerbaidsjan og segir: Ég kom fyrst til landsins árið 2006, árið áður var hagvöxtur um 26% og umsvif hagkerfisins hafa fjórfaldast síðan . Hvergi hef ég kynnzt annarri eins hag vaxtar- sprengju . Allt var á fleygi ferð og mikil tækifæri . Vöxturinn var drifinn áfram af aukinni framleiðni og fjár fest ingum í útflutningsgreinum, skuldir voru sára- litlar . Þá bjuggu um átta milljónir manna í landinu, farsímar voru um 2,5 milljónir og bankareikningar aðeins þrjú hundruð þúsund . Bankakerfið var með öðrum orð- um langt á eftir og þar fjárfesti ég . Í einni setningu undir mynd er að finna grundvallarstefnumörkun fyrir Icelandair á 21 . öldinni . Þar segir: Icelandair er hið eiginlega flugfélag norð- ur skautsins með reglulegt flug til allra landa Norðurskautsráðsins . Þegar ungt fólk á hlut að máli er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að sá ald urs- flokkur virði framlag þeirra, sem á undan hafa gengið sama veg . Það hendir ekki Heið ar Guðjónsson . Hann segir: Eyjólfur Konráð Jónsson (1928–1997), forstjóri Almenna Bókafélagsins, ritstjóri Morg unblaðsins og alþingismaður, beitti sér mjög fyrir gæzlu réttinda Íslands utan 200 mílnanna . Hann var fulltrúi í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð anna á árunum 1976– 1982 og var fróð astur í hópi þingmanna um hafréttarmál . Hann nýtti þekkingu sína á því sviði og beitti sér af þunga í hafréttarmálum, meðal annars sem for- maður utanríkismálanefndar Alþingis . Færa má rök fyrir því að hagstæðir samn- ingar við Norðmenn vegna Jan Mayen og málafylgja í þágu íslenzkra hagsmuna vegna réttinda á Hatton-Rockall-svæðinu Frumleg hugsun og óvenjuleg framtíðarsýn

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.